miðvikudagur, september 21, 2005
Týpískur dagur... tíhí
Týpískur dagur...
Daginn eftir er mín bara dreginn á fætur fyrir fyrsta múslimagal, já enginn svefnfriður, hvaða djöfulsins læti eru þetta klukkan er rétt að ganga 5 að morgni. Caglar dreif mig áfram og svo kom bíll að sækja okkur og keyrði okkur rétt út fyrir bæinn. Nema hvað að þar beið loftbelgur eftir okkur og við fórum í útsýnisflug í loftbelgnum og sáum sólina koma upp. Vá þetta var allveg rosalega fallegt. Þegar niður var komið skáluðum við svo i kappavíni. Já ekki slæm byrjun á góðum degi. En síðan var haldið í rosa góðann og mikinn morgun mat, en hinn týpiski tyrkneski morgunverður samanstendur af brauði, tómötum, gúrkum, ólifum osti og svo auðvitað tebollanum. En sama hvað ég reyni þá finnst mér alltaf ólifurnar vera jafn vondar en ekki fanst kettinum það sem var að sniglast í kringum okkur en hann át þær með bestu list. Aldrei hefði mér dottið það í hug að kettir ætu ólifur. En svo var farið í bað. Að fara í bað og bað er sko ekki það sama hérna. En þeir hérna í kalkúnalandinu eiga langa hefð fyrir svokölluðum baðhúsum sem þeir kalla Hamam. Hamam byggingarnar eru í svona moskvu stíl, allt úr hvítum marmara og voða fínt. Svo er þetta svaka prógram sem maður fer í. Fyrst fer maður í gufu. Inn og út úr henni en á milli þess er manni fleygt út í ískalda laug. Svo fer maður inn í aðra hvelfingu og þar liggur maður á heitum stórum steini, svo er maður tekinn og skrúbbaður allur, aftur á steininn og svo fær maður heilnudd, aftur á steininn svo í sápubað svo slappar maður bara af eftir öll ósköpin og skolar sig og sullar í vatninu. Sem sagt 2 tíma baðhreinsun og þetta er ekkert smá ógeðslega gott og ekki nóg með það heldur er maður svo hreinn á eftir. Á veran í Cappadocia var yndisleg.
Cappdocia
Cappadocia
Staðsettining fyrir miðju landi hér um bil eða suðaustur af Ankara. Cappadocia eins og staðurinn er kallaður á ensku er hreint út sagt allveg ótrúlegur. Þessari borg er eftitt að lýsa en hún er byggð úr klettum, eða grafið inn í kletta sem líta út fyrir að vera risa typpi á við og dreif. Engar staðreyndir eru að finna hvernig þetta fyrirbæri átti sér stað, en sagan segir að það hafi verið eldgos og gosið hafi skotist um 100 km og sletturnar lent hér og formast svona. Einhvernvegin efast ég þó um það.
Við gistum 2 nætur i klettahóteli, sem sagt sváfum í helli. Það var ferlega cool.
Við fórum á söfn og markaði, gengum um allt og með myndavélarnar á lofti eins og japanskir túristar. Um kvöldið var fóltboltaleikur og ekki mátti víst missa af honum og okkar lið vann auðvitað.
föstudagur, september 09, 2005
Tyrkjagudda var aldrei í Tyrklandi
Rómantík, ást og afslöppun
Ef það er eitthvað til sem heitir paradís þá er ég sko í henni. En sem stendur erum við stödd á stað sem heitir Olympos og Drífa Sig er EKKI með í þessari ferð. Afslöppun, rólegheit, borða mikið og sofið kanski pínu meira en þörf er á. Lífið er yndislegt. ‘Eg er ekki að grínast með það þegar ég segi að hrukkurnar eru farnar að ganga til baka og maður er ekki bara miss Iceland heldur miss World þegar maður vaknar á morgnanna. Eftir hádegismatinn leggur maður sig bara í hengirúminu milli trjánna í skugganum þar til maður er vakinn upp með ljuffengju tei. Buslað á ströndinni og svo göngutúrar og myndataka þegar besta birtan gefst. En þessi staður er eins og risastórt ‘Asbyrgi með hrikaleg fjöllin allt í kring + ströndina og við sofum í tréhúsi upp í tré : ) Allt í kring eru sítrónutré, appelsínutré, vinberjaplöntur, maiskorn og margt margt fleira. Pakpokaferðalangar alstaðar að úr heiminum. Þrátt fyrir að vera langt í burtu frá öllum nútímaþægindum er samt sem áður sjónvarp og internetið svo við tríttluðum á barinn horfðum á leikinn Danmörk- Tyrkland í gær. Auðvitað studdi ég og stóð með bræðrum vorum baununum,,mikil spenna ríkti yfir mannskappnum og jú svo kom fyrsta markið og mín svona svakalega ánægð og fagna fyrir okkar liði,, nei nei kanski ég hefði betur látið minna fyrir því fara,, en tyrkir trúa bara ekki á Alla sinn heldur líka á fótboltann og ég fann íllu augnráðinn stungust inn í bakið á mér og um mig alla.. ég brosti bara sætt eitt og þóttist bara hafa ruglast á liðum,, he he ljóshærð og vittlaus...
Bjórinn var farinn að renna ljúft um æðarnar og við héldum á röltið eftir leikinn... fólk að spila og syngja,, um ástina lífið og tilveruna, það er nákvæmlega eins og maður hafi dottið aftur í tímann.. inn i hippakommunu nema það er ekkert um sælureykinn hér.
‘I sannleika sagt veit ég ekki hvað ég er búin að taka marga mini strætóa og rútur,,, og það er alltaf eitthvað mis skemmtilegt sem gerist á svona bakpokaferðalagi. Fólkið sem maður hittir er hreint út sagt ótrúlegt.
Þrátt fyrir langa sögu er kanski ekki svo ýkja langt síðan þeir duttu af úlvaldanum* og inn í bílinn, ég held að þeir haldi að bíllinn gangi áfram á flautunni, en þeir nota hana við öll tækifæri... bara að taka smá beygju og flauta lítið létt í leiðinni. Þegar maður ferðast með fyrsta klassa rútum þá er nátturulega farið yfir öryggisatriðin og jú vinsamlegast slökkvið á farsímum og athugið að næsti neyðarútgangur gæti verið fyrir aftan ykkur.... ég veit ekki hvort þeir haldi að þetta séu “fly busses” eða flug rútur. ‘Astæðuna fyrir því þessu segja þeir að gemsarnir hafa áhrif á bremsukerfin... humm ég reyndi ekki einu sinni að komast af því hvort að mætti nota annan raftækjabúnað í þessari blessuðu rútuferð.. því þá hefði það sennilega verið eitthvað á þessa leið... og vinsamlega athugið að hafa slökt á á öllum raftækjabúnaði þegar tekið er af stað og þegar lagt er í stæðið.... en hvað um það.
En eins og ég fyrr sagði þá eru rúturnar í öllum stærðum og gerðum og þær skemmtilegustu eru þessar littu sem hanga saman af gömlum vana.. hoppandi og skoppandi og auðvitað stoppa þær hvar og hvenær sem er (á flautunni auðvitað) Fólk tekur upp á því að spila og syngja eða gefur manni blessun sína og ferskann drykk til að svala þorstanum, selja manni slæður og klúta á sama tíma og þau tala um lífið og tilveruna á tyrknesku og klappa manni svo á kollinn og brosa. Yndislegt allt saman. Þurkublettir og hryggskekkja eru líka áhrifavaldar smárútuferða,, en það er ekkert takmark fyrir því hvað rúturnar taka marga í einu.. og þurkublettum við nefið er hægt að þakka blautu servéttum með sótthreinsiefninu, en þeim treður maður í nasaholurnar þegar verður þétt um mannin og sérstaklega sveitamanninn.
Við erum líka búin að fara í rosalega flotta siglingu um eyjarnar,, ég er búin að baða mig í baðinu hennar Kleopötru sem Cesar byggði fyrir hana, borða stærstu pönnuköku í heimi með osti en ekki sykri á meðan ég var í baknuddi. ‘Eg er búin að læra nokkur orð í tyrknesku “merhaba” sem þýðir halló og svo afiyet olsun sem þýðir verði þér að góðu.. ekki það að ég sé að segja það mikið heldur er allaf verið að segja það við mig he he tihi.
Viku seinna.... eða eitthvað álíka, en við ætluðum að vera hérna í Olympos i 2 nætur en það dróst aðeins á langinn. We came, we saw, we stayed and stayed and stayed and stayed... já heldur betur. Það er svo yndislegt að vera þarna. Þvílík sæla og huggulegheit. Eftir 5 nætur og 6 daga við þurftum að halda ferðinni áfram. En þessa daga sem við vorum í Olympos fórum við meðal annars i innkaupaleiðangur,, það vantaði sem sagt linsu vökva og ekkert slíkt að fá i þessum littlu búllum í krinum okkur svo þá er bara málið að taka eitthvað á leigu sem kallast fjallahjól ( var það allavega einu sinni) og hjóla svo 22 km leið upp fjall í 30 stiga hita.. gaman gaman. Þegar við loksins fundum apótekið var apótekarinn ekki við, hann fór vist bara heim að leggja sig svona yfir miðjann daginn. En við ræstum hann út og fengum linsuvökvann. Þrátt fyrir að leiðin að apótekinu væri nánast öll upp á við fanst mér leiðin til baka vera það líka en þetta var skemmtilegt þrátt fyrir mikinn svita.
Eitt kvöldið fórum við í svaka göngu í kolniða myrkri. Vasaljós í annari og spítu í hinni ef ske skildi kinni ef eitthvert óargadýr mundi læðast að okkur. En þessi 4 tíma gönguferð var allveg stórfengleg. Við gengum með ströndinni og himininn var svo stjörnubjartur og fallegur, síðan upp á fjall sem goðsögnin segir að Guð Guðanna hann Zeus hafi búið. En á þessu fjalli eru holur sem náttúrulegt eldfimmt gas kemur út um og eldar loga þarna. Þetta er ofsalega magnað að sjá. Við Caglar fórum á kostum og tókum mikið af myndum en það var sko sofnað fljótt þegar heim var komið.
En núna erum við á leiðinni til Kapadokya (tyrkneska) Cappadocia (enska). ‘Eg er ekki alveg með á hreinu hvað býður mín þar en ég er viss um að það verður eitthvað spennadi að sjá.