Flökkulína

miðvikudagur, september 21, 2005

Cappdocia

Cappadocia

Staðsettining fyrir miðju landi hér um bil eða suðaustur af Ankara. Cappadocia eins og staðurinn er kallaður á ensku er hreint út sagt allveg ótrúlegur. Þessari borg er eftitt að lýsa en hún er byggð úr klettum, eða grafið inn í kletta sem líta út fyrir að vera risa typpi á við og dreif. Engar staðreyndir eru að finna hvernig þetta fyrirbæri átti sér stað, en sagan segir að það hafi verið eldgos og gosið hafi skotist um 100 km og sletturnar lent hér og formast svona. Einhvernvegin efast ég þó um það.
Við gistum 2 nætur i klettahóteli, sem sagt sváfum í helli. Það var ferlega cool.
Við fórum á söfn og markaði, gengum um allt og með myndavélarnar á lofti eins og japanskir túristar. Um kvöldið var fóltboltaleikur og ekki mátti víst missa af honum og okkar lið vann auðvitað.

& 5b4 lt;!-- End main column -->