Flökkulína

miðvikudagur, september 21, 2005

Týpískur dagur... tíhí

Týpískur dagur...
Daginn eftir er mín bara dreginn á fætur fyrir fyrsta múslimagal, já enginn svefnfriður, hvaða djöfulsins læti eru þetta klukkan er rétt að ganga 5 að morgni. Caglar dreif mig áfram og svo kom bíll að sækja okkur og keyrði okkur rétt út fyrir bæinn. Nema hvað að þar beið loftbelgur eftir okkur og við fórum í útsýnisflug í loftbelgnum og sáum sólina koma upp. Vá þetta var allveg rosalega fallegt. Þegar niður var komið skáluðum við svo i kappavíni. Já ekki slæm byrjun á góðum degi. En síðan var haldið í rosa góðann og mikinn morgun mat, en hinn týpiski tyrkneski morgunverður samanstendur af brauði, tómötum, gúrkum, ólifum osti og svo auðvitað tebollanum. En sama hvað ég reyni þá finnst mér alltaf ólifurnar vera jafn vondar en ekki fanst kettinum það sem var að sniglast í kringum okkur en hann át þær með bestu list. Aldrei hefði mér dottið það í hug að kettir ætu ólifur. En svo var farið í bað. Að fara í bað og bað er sko ekki það sama hérna. En þeir hérna í kalkúnalandinu eiga langa hefð fyrir svokölluðum baðhúsum sem þeir kalla Hamam. Hamam byggingarnar eru í svona moskvu stíl, allt úr hvítum marmara og voða fínt. Svo er þetta svaka prógram sem maður fer í. Fyrst fer maður í gufu. Inn og út úr henni en á milli þess er manni fleygt út í ískalda laug. Svo fer maður inn í aðra hvelfingu og þar liggur maður á heitum stórum steini, svo er maður tekinn og skrúbbaður allur, aftur á steininn og svo fær maður heilnudd, aftur á steininn svo í sápubað svo slappar maður bara af eftir öll ósköpin og skolar sig og sullar í vatninu. Sem sagt 2 tíma baðhreinsun og þetta er ekkert smá ógeðslega gott og ekki nóg með það heldur er maður svo hreinn á eftir. Á veran í Cappadocia var yndisleg.

& 5b4 lt;!-- End main column -->