Flökkulína

miðvikudagur, október 19, 2005

Ramazan - Ramadan

Ramazan – Ramadan

Klukkan er langt gengin í þrjú og ég er við það að hitta ‘Ola Lokbrá í Draumalandi. ‘Eg hrekk upp, hvaða anskotans læti eru þetta, er allt að verða vittlaust? Eru þeir farnir að skjóta hvorn annan hérna eða hvað. ‘Eg henntist út í glugga og viti menn.. það gengur maður upp og niður göturnar berjandi trommur. Þetta er víst vekjaraklukka svangra múslima. En þetta er víst gamall siður og svona mun þetta vera í heilann mánuð. En Ramadan er einhverskonar fasta, nema hvað að það er ekkert borðað eða drukkið á meðan sólin er uppi. Svo þegar sólin sest á kvöldin er skotið úr fallbyssum og svo tekur óhollustan við, þ.e borðað og borðað eftir hungur dagsins. Svo jú klukkan 3 um nótt tekur trommarinn litli við og þá vakna þeir aftur til að borða og jú svo lagt sig aftur. Þegar sólin tekur upp á því að skína á ný er hvorki þurrt né vott sett inn fyrir varirnar. Reyndar hef ég ekkert fundið meira fyrir því að Ramadan standi yfir, en við erum í sumarhúsinu og fólkið hérna er ekkert í þessum sveltingarleik. En það eru víst staðir þar sem sennilega er ekkert varið í að vera í veitingarhúsarekstri þennan mánuðinn.
Gerðar hafa verið rannsóknir á hegðun fólks og slysatíðni á meðan þessari föstu stendur yfir i nafni guðsins Allah og öllum að óvæntu slasar fólk sig meira, fleiri bílárekstrar, rifrildi og fleira, enda ekki mikil furða þar sem allir eru svangir og illa hvídir.
Ef ég minnis líka svona á smáatriðin að þá busta þeir ekki einu sinni í sér tennurnar meðan sólin skín,, svo þið getið rétt ýmindað ykkur að taka strætó eða vera í miklum mannfjölda. Kanski þeir busti bara aldrei í sér tennurnar hvort eð er.

& 5b4 lt;!-- End main column -->