Flökkulína

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Atlandshafið

Atlandshafið

Já það er ekki á hverjum degi sem maður flakkar um 4 heimsálfur á viku eða svo auk þess að sigla þvert yfir Atlandshafið. En þetta er 3ja skiptið á 12 mánuðum sem ég sigli yfir hafið. Og alltaf er betra að sigla frá austri til vesturs því sólahringurinn verður 25 tímar, svo það er tilvalið að nota þennan auka klukkutíma í ýmislegt. Auka svefn, í ræktina, skrifa tölvupóst, þvo þvottinn eða kíkja á barinn. Það er alveg merkilegt hvað maður ætlar aldeilis að nota svona auka klukkutíma í margt. Svo auðvitað fer maður klukkutíma síðar að sofa þar sem maður er að græða klukkutíma, og ef ekki í dag þá fæ ég annan aukatíma á morgun.
‘I sannleika sagt þá gæti ég léttilega komist af án þessara auka klukkutíma þar sem það er afskaplega rólegt og lítið að gera hjá okkur í vinnuni. Þetta er langur túr og farþegarnir eru löngu orðnir of myndaðir og leiðir á okkur ljósmyndurunum og við á þeim.

En síðustu hafnarborgir voru Civitavecchia á ‘Italíu, Gibraltar, Cadiz á Spáni, Casablanca Morroco og svo einhver smá eyja sem heitir Funchal og er suður af kanari eyjum og tilheyra Potugal. 5 sjódagar og næsti áfangastaður er St. Marteen eyja í Karabíska.

‘Eg hef ekki verið alveg viss hvort ég er í vinnu eða bara í fríi en 5 sjódagar auk þess að vera langir dagar og yfirmönnuð þýðir það bara eitt, nægur frítími auk frídags! Við Caglar fengum bæð frí sama daginn. Gæti lífið verið eitthvað betra...... sólin skín og veðrið er millt og gott situr maður úti á dekki með kaffibollann og nýtur útsýnisins. Siðar um kvöldið fórum við út að borða. Fórum á fínan nei ég meina flottasta veitingastaðinn á skipinu. Forréttir, aðalréttir eftirréttir, rauðvin, kaffi og súkkulaði.. já takk allann pakkann. Svo var tjúttað lítið eitt þar sem Hrekkjavökupartý stóð fram eftir nóttu.. en svo skríður maður bara sæll og glaður í kojuna sína. En jú brátt mun þessu lúxuslífi ljúka og maður fer nú aldreilis að vinna fyrir dollurunum..

& 5b4 lt;!-- End main column -->