Flökkulína

miðvikudagur, október 19, 2005

Jarðsjkálftar og Fuglaflensan

Já fuglaflensan er komin til Tyrklands og jörðin skelfur öll.

Er það ekki full gróft þegar fólk er drepið í hrönnum þó að það fái flensuna,, reyndar fuglaflensuna en mér fanst það heldur gróft að þeir hafi hreinlega drepið 2000 turks. Með þetta gekk ég um í maganum í heilann dag eftir að pabbi hans Caglars hafði lesið fréttinar fyrir mig úr dagblaðinu. Við reyndar tölum saman á hinum ýmsu tungumálum,, en mest megnis þó að hann talar við mig á þýsku og tyrknesku og ég svara honum ýmist á ensku, sænsku eða íslensku auk ýmissa likamstjáninga og bendinga, hér verð ég bara að koma því á framfæri að tyrkneskan mín er betri en þýskan.
Nei ekki er mannúðarmenskan upp á marga fiska hérna í kalkúnalandinu enda koma það síðar upp á daginn að þeir voru að drepa turkeys sem sagt kalkúna en ekki tyrki. Það var miklu fargi létt af mínu hjarta. Misskilningurinn getur verið allveg ótrúlegur,, eins og t.d um daginn þá var ég að spjalla við einn og ég hélt að hann væri að tala um barnakerru en svo uppgötvaðist það löngu seinna að hann var að tala um starfsframa ( career – carrier )

Svo einn morguninn ligg ég upp í rúmi, er að þurka stýrurnar úr augunum og var ekki lengi að því þar sem hreinlega allt fór af stað, rosaleg læti og titringur. ‘Eg hreinlega hentist fram úr og út á tún. Ekkert smá jarðskjálfti en 5.7 og við alveg við upptökin á honum. Næsti skjálfti kom nokkrum timum síðar og mældist 5.9 á Ricther skala. En furðulegt en satt þá stóðu öll húsin og ekkert alvarlegt tjón varð. Síðan þá hafa verið fullt af littlum eftirskjálftum. Sumir hérna vilja tengja skjálftana við sólhvarfið,, en síðast þegar sólhvarf var í ágúst 1999 að þá voru rosalegir jarðskjálftar hérna og fleiri tugir þúsunda manna dóu.
Sumt fólk hérna hefur tekið upp á því að sofa í tjöldum eða út í bílunum sínum. Það ríkir svolítil hræðsla en í fólki, enda kanski ekki furða þar sem nýgengnir jarðskjálftar og hörmungar hjá nágrönnum pakistönum.

Svo já það er kanski kominn tími til að hverfa aftur til hins daglega lífs og míga í saltann sjó. ‘A morgun mun ég fljúga til Þýskalands og svo þaðan til ‘Italíu. Vinnugallinn bíður pressaður og hreinn og sjófæturnir býða spenntir eftir því að stíga ölduna.
En frá Ítalíu sigli ég til Gíbraltar þaðan til Maroco í Afríku og þar mun Caglar koma um borð. Þaðan setjum við svo stefnuna yfir Atlandshafið með stoppi á Madeira eyjum. Já svo verður það bara Karabíska hafið í vetur. Cozumel Mexico ohh ég hlakka svo til.. borða mexicanskan mat og sturta honum niður með ísköldum Corona bjór.

Jæja ég ætla að kíkja á farangurinn,, þetta verður eitthvað skrautlegt að sjá enda allt orðið lögu fullt af alskonar dóti.

& 5b4 lt;!-- End main column -->