Flökkulína

þriðjudagur, mars 29, 2005

Tad er buid ad vera brjalad ad gera hja minni. En tetta skip fer mun styttir tura en tad sem eg var a adur svo allt gerist mun hradar og mikil vinna en tad tidir lika meiri aura. En vid siglum ut fra Ft. Lauridale og til Key West, Cosumel Mexico, Belize og Jamaica. Tad kemur oft fyrir ad eg hef ekki tima til ad fara i land en astaedan fyrir tvi er ad eg se um ad mynda flest brudkaupin sem eru um bord. Eg er nanast alltaf janf stressud fyrir tessi blessudu brudkaup, ju tvi tau eru tad sidasta sem madur vill kludra. En allt hefur gengid vel hingad til.
Ljosmyndaralidid herna er frabaert, allir vinna vel saman og tetta er bara allt voda gaman. En eg verd herna til 14 mai, en ta fer skipid i slipp i Hollandi og eg kem heim. Ja allavega ta litur ut fyrir tad nuna. Eg reyndar er buin ad bydja um framlengingu en kanski er bara agaett ad koma heim. Ja sumarid ad byrja og allt tad.
En jaeja eg verd ad koma mer i koju,,, Formal night i kvold svo tad er brjalad ad gera og gott er ad geta tekid halftima lullu.

sunnudagur, mars 13, 2005

Enchantment of the Seas

Hae hae,
'eg er bara ad lata vita af mer, en eg er komin a skipid mitt og tad er the Enchantment of the Seas. Vorum i gaer i Cozumel Mexico. En tad er falleg eyja sem er vid Yukatan skagann.
Verdum i florida a morgun og ef allt gengur vel med utlendingareftirlitid ta kemst eg vonandi i land.
En jaeja, verd ad drifa mig... vinna vinna vinna..

miðvikudagur, mars 09, 2005

Dagarnir farnir að renna í eitt.

Fjölskyldan af Nesveginum skilaði mér heillri á húfi til baka til Daytona.
Við kíktum aðeins á Main Street en þar var sko mikið um að vera. En hin árlega bikeweek stendur nú einmitt yfir. En þessa viku er mikið húll um hæ og fjör.
Síðan drifum við okkur í kaffi til Kristínar og Tony´s. Það var auðvitað tekið vel á okkur eins og alltaf.
En eftir góðann dag keyrðu þau til baka til Orlando til að pakka ofan í ferðatöskurnar,, he he sumir þurfa að fara heim en aðrir en í fríi ligga ligga lái. Elsku Sara, Einar og Briet. Hjartans þakkir fyrir mig. Yndislegt að hitta ykkur og fá að eyða þessum góða tíma með ykkur. Takk fyrir mig.

En það er alveg ótrúlegt hvað lífið virðist vera fullt af órtrúlegum tilviljunum eða kanski hreinlega ekki. Það er stundum eins og manni sé ætlað að vera á ákveðnum stöðum á ákveðnum tímum.
En vinkona mín Rebeca er búin að vera hræðileg lasin síðustu daga. Hún er með Bronkítis og lungnabólgu. Þá staðfestigu fengum við á laugardaginn eftir að eyða deginum þar. Svo þar að leiðandi höfum við bara tekið lífinu með ró.
En ég er sennilega búin að slá persónulegt met í sjónvarps og videoglápi. En ég er að tala um 2 bíómyndir á kvöldi marga daga í röð. ‘Eg held að ég sé að verða búin með glápkvótann og verð að fara taka upp á því að lesa á kvöldin. ‘Eg er nú ekki mikil sjónvarpsmanneskja heldur en.....
‘A sunnudaginn fór ég þó út úr húsi, en Olle, Marie Ann og Mike buðu mér út í siglingu á litla bátnum þeirra. Við sigldum niður alla Halifax ánna niður til Ponce Inlet. Þar fengum við okkur hressingu og með þvi. Veðrið var yndislegt og á leiðinni heim syntu höfrungar langleiðina með okkur.

‘I dag fór svo dagurinn aftur í læknisheimsóknir, ojj það er svo leiðinlegt að bíða á læknastofu. ‘Eg held að það sé leiðinlegasti staður í heimi að bíða á. Ég skil aldrei afhveru maður þarf alltaf að bíða lengur en aðrir og svo er maður svo stutt inni hjá docksa en og hinir mun lengur,, er það kanski svoleiðis hjá öllum?


JAMAICA
‘Eg er farin að hlakka til að fara á sjóinn. Viti menn... júúúhúúhú mín er sko að fara til Jamaica. Jamaica hefur alltaf verið staður sem mig hefur dreymt um að fara til, svo jú núna er komið að þvi.

En ég flýg á fimmtudagsmorguninn frá Orlando til Ft. Lauridale,,, stutt flug en þá er yfirleitt hættan á því að farangurinn týnist. En þetta flug er svo snemma um morgun að ég þarf sennilega að leggja af stað héðan kl 4 um morgunin eða jafnvel fyrr.

mánudagur, mars 07, 2005

3. Mars, Fimmtudagur í Orlando

3. Mars Fimmtudagur.

‘I dag var ekki vaknað fyrr en um hádegið. En í gær fórum víð í Universal studios. Það var ótrúlega gaman. Það var farið í öll helstu tækin og allt tekið með trukk og dífu. Sara lét sig hafa það að fara í allt og var kanski æstust af okkur öllum. En eftir langan og góðann dag héldum við heim þreytt og lúin. Borðuðum góðann kvöldverð og héldum okkur heima. Við systur drukkum svo kaff og líkjör fram eftir kvöldi, blöðruðum úr okkur vitið og fórum seint að sofa.

Verslunnardagur

2. Mars Verslunnardagur
‘I dag var sko farið í búðir. Við fórum í outlettin og íslenska þjóðin var skóguð og fermingarkjóllinn keyptur. En ég verð að ég verði að viðurkenna að það var komið mikið stress og spenna varðandi fermingarfötin. Við höfðum gegið búð úr búð og allir að leyta og skoða, við vorum farin að halda að ferðin færi hreinlega í fermingarfötin,, en nei svo var bara gengið inn i Gorgio ARMANI verslunna og þar var fermingarkjöllinn, hann hreinlega beið bara þar eftir okkur. En það er ekkert fermingarbarn á ‘Islandi í eins flottum fötum og Briet. Og ekki nóg með það heldur er fermingarkjóllinn í KR litunum sem víst skiptir máli líka.
‘Eg er búin að komast að því að puma skór séu inni og að Hollister verslannirnar séru trendið þetta árið. Já maðu lærir margt í verslunnarleiðangri með litlu frænku. ‘Eg fann það líka að ég er enginn unglingur lengur. En það fór bara vel í mig,, enda er maður ekkert unglamb lengur, þegar hægt er að kalla mann ömmu og afa systur he he he...

Heimþrá

Orlando 28. Febrúar

Hann hangir þurr og sólin brosir af og til. Afhverju þarf maður alltaf að koma með verðurfregnir?? Eitthvað sem en blundar í okkur síðan hérna fyrr á öldum. Kanski af því að veðrið hefur svo mikil áhrif á líf okkar. Einhverstaðar las ég að það var einhver fræðingurinn að kanna veðurfar á ‘Islandi aftur í tímann og hann studdist við gömul bréf í rannsókn sinni. Því jú flest bréf byrja nú á stað, dagsettningu og veðurfréttum. Ekki vittlaust.
‘Eg hef setið hérna í morgun með kaffibollann og litla bók sem heitir Laxness um land og þjóð. En í henni eru gullmolar Laxness úr hinum ýmsum bókum og ljóðum sem hann skrifaði. Það þarf ekki meira en það til að finna gamla góða ‘Islendinginn í sér. Þjóðerniskenndina og stoltið. Allt í einu langar mig bara heim. Já heim til ‘Islands. ‘Eg finn sjaldan fyrir heimþrá en það er eitthvað við Laxness sem dregur þessar tilfinningar fram. Ekki það að Laxness hafi verið yðugur við að skrifa jákvætt um íslendinginn, heldur bara hinn hreinasta sannleik.

Kaffi og kvæði, það er alt og sumt sem þið hugsið um hérna á ‘Islandi....
Salka Valka.

...við íslendingar höfum nú einusinni aldrei tekið mark á konúngum, nema fjallkóngum
Sjálfstætt fólk.

Þegar koma tveir góðviðrismornar í röð á Íslandi, þá er einsog allar áhyggjur lifsins hafi kvatt fyrir fult og alt.
Heimsljós.

Ég gæti haldið endalaust áfram.

Endalaust lúxuslíf

Orlano 27. febrúar.

Endalaust luxuslíf.

‘Uti rignir hundum og köttum. Skyggni ekkert og Sara, Briet og Einar keyrðu frá Orlando til Daytona til að ná í mig. Við fengum okkur Mexicanskann hádegismat á´Maria Bonita. En ég vann einu sinni þar. Allir voru svaka ánægðir með matinn og þá sérstaklega eftirréttinn.. en við fengum okkur Sopapillas, sem eru djupskeiktar tortillas með hunangi, flórsykri og is.
Við ræddum ferminguna og ég stakk upp á að hrista svolítið upp í þessum fermingarveislum og hafa fermingarveilsu með suðurænni sveiflu. Suðrænann mat og allir bara í strápilsum og margarítur á kanntinum. En þessi góða tillaga mín fékk dræmar undirtektir. Ætli ég þurfi ekki bara að endurfermast til að hafa svona veislu. Getur maður ekki fermst oftar en einu sinni? Maður getur gifst mörumsinnum og maður getur breytt um nafn,, endur skýrt sig en getur maður endur fermst.. eða af fermst?? Hummm annars man ég ekki hvernær ég fór síðast í fermingarveislu,, jú þegar Aron, Kalli og Birna fermdust og það eru um 6 ár síðan. Svo núna mun ég missa af fermingunni hennar Brietar og svo Birkir er næstur svo kanski ég verði heima þá. Jibbi

En jú við brunuðum til Orlando og beint i Florida mollið. Vá fólksmergðin var svakaleg og brjálað að gera,, við Einar sátum mest megnis fyrir utan búðirnar á meðan stelpurnar versluðu. Svo var það matvöruverslunin næst og svo var brunað heim.
Kvöldmatur að hætti Söru og Einars eins og ávalt stórveisla,, rækjur í forrétt og korn hænur í aðalrétt. Hvítt og rautt með og Irish á eftir. Mikið spjallað og hlegið. En allir í rúmið á skikkalegum tíma.

25. Febrúar

25. Febrúar.

Æi hvað það er nú gott að vera í fríi. ‘Eg er búin að fara út að sigla á Halifax ánni upp á dag síðan ég kom hingað. En í dag er skítakuldi og rigning svo lífinu er bara tekið með ró. Við Rebeca kítkum þó í mollið og ég gerði dauðaleit af skóm. En einhverntímann síðasta sumar, þá hafði ég stolist í skópar af mömmu, en greinilega þá skilaði ég bara öðrum skónum. Já hinn týndur. Mamma hringdi meira að segja í Gulla í von um að finna týnda skóinn en ekkert úr því. En sem sagt að þá er ég með bulland samviskubit yfir týnda skónum. En sorry mamma,, fann ekkert í líkingu við parið góða en ég held leitinni áfram.

Þegar sjóarablóðið í manni fer af stað þá er ekki snúið til baka. En já hafið kallar og ég hlakka bara til að fara út aftur. Ekki eins og ég sé búin að vera lengi í fríi en samt fer að koma nóg af því góða.

Annars finnst mér ég á einhvern undarlegann hátt að ég sé hreinlega bara komin heim. ‘Eg er auðvitað búin að eyða meiri tíma hérna í Florida heldur en heima, næstum síðastliðin 6 ár. Vá tíminn er fljótur að líða. Og já alveg ótrulegustu hlutir búnir að gerast. En það skemmtilega við þetta allt að ég hef og er en í góðu sambandi við svo marga hérna.

& 5b4 lt;!-- End main column -->