Flökkulína

miðvikudagur, september 29, 2004

ekki eru allir vinnudagar eins...

Vaknadi imorgun og for i vinnu. Nema i dag var eg ekki ad vinna a skipinu heldur var vinnustadurinn minn eyja i Karabiska hafinu. Hahiti, Labadee. VA ja tvilik fegurd og tvilikt vedur. Ja tad eru ekki allir med eins vinnu og eg ha ha ha... en ju dagurinn byjadi a tvi ad taka myndir af folkinu koma ur skipinu og svo tegar tvi lauk tokum vid myndir af folkinu i sjonum og ad sola sig og slikt. Renandi sveitt um hadegid letum vid tetta duga og forum i hadegismat og svo var hle. I hleinu var farid a sjosleda (waverunners) og tar var sko tekid a tvi. Vid forum um allt, kringum litlar eidieyjur og saum koralana og utsynid og allt var svo fallegt. Sjorinn er svo taer, hreinn og heitur. Eg held ad eg hafi aldrei komid a eins fallegann stad adur. Tetta minnir mig a stadinn eins og ur biomyndinni The Beach, munid efir henni?
Eftir mikid sullum bull og adrennalik kikk heldum vid aftur ut i skip og hid daglega tekid vid. Annars var eg bara ad vinna i labinu i kvold, framkalla og prennta myndir.
En ju aukaverkannir eftir svona vinnudaga er natturulega ekkert annad en solbruni og sma treyta, en tad er allt tess virdi.
En naestu tveir dagar eru svokalladir sjodagar en vid erum a leidinni til Bahamas. Vonandi a eg eftir ad hafa tima til ad komast a posthus ta og senda eitthvad af postkortunum sem eg var buin ad lofa. En malid er ad tad er ekkert endilega vist ad madur fai nogann tima a hverjum stad, stundum tarf madur ad vinna og kemst tvi ekkert fra. En ja eftir Bahamas verdur siglt til baka til Baltimore og tar skilum vid fartegunum okkar og naum i nyja. En ta verdur forinni heitid i adeins kaldara loftslag i Kanada. Tad verdur nu agaett ad komast tangar og kaela sig adeins nidur, en tetta er sidasta Kandaferdin i bili, svo fer skipid i slipp, en jtad verdur vonandi buid ad senda mig a annad skip adur.
I Kanda eru allavega 2 ef ekki 3 afangastadir en eg veit ad vid erum ad fara til Halifax og St. Johns. En mer finnst vera alveg ora langt tangad til.
Motuneitid er fint herna, mikid urval af mat a hverjum degi. Morgunverdarhladbordid er reyndar lang flottast en eg vakna aldrei nogu snemma a morgnanna til tess ad geta fengid mer ad borda,, reynar ekki midid fyrir morgunmat heldur, en med tessum reglulegu matartimum lidur manni mun betur, ja ekkert mudur heldur fer madur i hadegismat og kvoldmat a hverjum degi. Veistu eg held hreinlega ad eg hafi ekki bordad svona reglulega i morg ar. Mamma, engar ahyggjur eg er ekkert ad fitna...ekki enta. Enda eru vegalengdirnar svo gifulegar og ekki nog med tad heldur er eg enta ad villast. Madur hleypur upp a 9haed nokkrum sinnum a dag og nidur aftur.. svo ef madur labbar 3 hringi kringum skipid ad ta er tad bara kilometers gonutu. Luxus ekki satt
Eg verd sennilega osambylishaef eftir svona veru a skipi. Her by eg hvorki um rumid mitt eda vaska upp...ekki tad ad eg hafi gert mikid af tvi upp a sidkastid,, hotel mamma og argentina steikhus.. he he he en ju eg er med herbergis hreingerningu annan hvern dag, en ta er skipt a rumum og handklaedum og trifid en vid verdum ad borga 10 $ per tur

laugardagur, september 25, 2004

Bermuda eyjar

Timinn lidur svo hratt. Eg helt ad tad vaeri fostudagur en tad er i raun sunnudagur. Tad skiptir reyndar heldur ekki mali hvada dagur tad er. En vid nalgumst Bermudaeyjar hratt og verdum tar um 9 leitid.
En dagurinn hja mer i dag fer i tjalfun vardandi oryggistatridi og annad slikt. Stoppad verdur herna yfir nott svo ad seinniparturinn og kvoldid fer i ad skoda sig um og kikja a eyjaskeggja.

föstudagur, september 24, 2004

Sjoara lif

Jaeja ta er eg buin ad vera a sjonum i 3 daga og allt hefur gengid vel framan af. Engin sjosveiki enda ruggast dallurinn ekkert.
En tad var siglt ur hofninni i Portland Main og siglt nidur til Baltimore. Svo nuna seinnipartinn logdum vid ur hofn og erum a leidinni til Bermuda eyja. Allri ferdaaaetlun hefur verid breytt vegna vedurs. En einn fellibylurinn sem er a sveimi austur af Floridaskaganum. Svo satt ad segja ta veit eg ekki allveg hvert ferdinni er heitid.
En tagarnir eru langir herna en skemmtilegir. Eg er reyndar dauduppgefin i fotunum en tad hlitur ad venjast fljott.
Fyndid ad to madur bui a skipi ad ta verd eg ad passa mig a tvi ad leggja af stad 15 min adur en eg a ad vera maett tvi tad er nanast ogerleg6t ad komast a tiltekinn stad an tess ad villast. Tetta er svo svakalega stort og ranghalar um allt og allt litur eins ut.
I dag tok eg myndir af nanast ollum fartegunum sem komu um bord eda um 2300 af teim.
Svo seinniparinn var eg klaedd upp sem sjoraeningi og gekk um allann matsalinn og tad var tekid myndir af mer med fartegunum. Svolitid treytandi tvi tetta erum margar myndir og 2 settnigar i matsalnum.. og svo verdur madur ad brosa og vera fyndinn.
Tolvusambandid er ekki upp a marga fiska herna, eg get ekki notad fartolvuna mina til ad komast a netid svo eg sit herna vid gamlann skrjod og tarf ad berja a lykklabordid og loka odru auganu tvi ad skjarinn er allur ur fokus.. en sennilega verdur tetta betra a naesta skipi.
Tad er svo margt sem mig langar ad segja fra en eg verd ad fara ad koma mer i hattinn. Nog ad gera a morgun.
En bara svona ad koma tvi ad ad ta kostar sigopakkinn $1.50 og einn kaldur Heineken i flosku 75 cent,, ja ekki er tad nu mikid. En tvi midur litill timi til neins konar bruks.
Bid bara ad heilsa ykkur i bili og skrifa fljotlega aftur.

þriðjudagur, september 21, 2004

Kom í morgun með rútunni frá Daytona og náði nú aðeins að leggja mig áður en ég fór á skrifstofuna. 'Eg var bara að vinna við hin ýmsu skrifsofustörf. 'Eg var þar til um 4 í dag en núna er ég bara að undirbúa mig fyrir ferðalagið á morun. En ég fer í loftið um 8 leiðið og lent í Whasington DC um hádegið, en svo verður aftur tekið á loft og flogið til Portland í Main. Svo ég á von á því að ég verði loksins komin um borð í skipið mitt um seinnipartinn á morgun ef allt gengur eftir áætlun.
Svo núna er ég bara að þvo þvottinn en ætla að skjótast út í Walmart á eftir og kaupa mér fullt af sokkum og hárnæringu, en ég var að fatta það að ég á ekkert af sokkum. 'Uff en hvað um það.. ég verð að halda áfram hérna og sendi ykkur svo línu fljótlega.

sunnudagur, september 19, 2004

Orlando...

Tad er meira ferdalagid a manni. En nuna er eg stodd i Orlando. Eg tok rutuna fra Miami til Daytona i gaer. Tad var tekid vel a moti mer eins og ad venju. En sidustu dagar hafa verid mjog skemmtilegir og spennandi. A fostudaginn eftir ad vid fegum ad vita a hvada skip vid erum ad fara,utskriftina og allt tad tokum vid okkur oll saman og forum ut ad borda. Vid vorum sott og tad var brunad med okkur i limmosium nidur a South Beach,, o my omy og tvilikt fjor. Eftir matinn kiktum vid a nokkra klubba en svo var farid aftur heim a hotelid. Svo skildu leidir og sumir turftu ad fljuga burt snemma um morguninn.
En tar sem eg flyg ekki fyrr en a midvikudagsmorgun akvad eg ad nota timann og kikja a vinina herna i Daytona. Kikti adeins nidur a Ocean Deck i garkveldi, en Mirza a afmaeli svo tad var adeins verid ad halda upp a tad.
En nuna i augnablikinu er eg stodd i bokasafninu i UCF (university of central florida) Eg er herna ad tvaelast med Gregory en svo er eg ad fara hitta Amondu og Thati a eftir. Forum sennilega a einhvern mexicanskann veitingastad ef eg fae ad rada.
En ja allveg rett,, eg er ad fara a sjoinn. A midvikudaginn flyg eg til Baltimore og svo tadan til Portland sem er i Main fylki. En tar mun eg na skipinu minu sem heitir The Grandur of the Seas. Eg er ekki allveg med a hreinu hvert skipid siglir, tvi tad hafa verid gerdar ymsar breytingar vegna vedurs. En eg held samt to ad eg byrji a tvi ad sigla upp til Kanada og nidur til Baltimore og tadan til Bermuta eyja. Tetta verdur to bara i einhverjar vikur tar sem vedrid fer kolnandi en ta sigla oll skipin sudur a boginn. En eitt er vist ad madur veit aldrei hve lengi madur er a hverjum stad eda hvert madur er ad fara, svo tad er sennilega best ad vera ekki med neinar yfirlisingar.
En ju eg var ad fara yfir dotid sem eg kom med mer, og ju eg var med allt of mikinn farangur. Svo eg tok helminginn af dotinu og tarf ad skila tad eftir hja Rebecu eda kanski eg fari med tad til Kristinar fraenku, ekkert tannig til ad hafa ahyggjur af.
en jaeja eg aetla ad lata tetta duga i bili,
en tangad til naest og hvar tad verdur kemur bara i ljos.

fimmtudagur, september 16, 2004

Miami framhald...

Jæja nú fara hlutirnir að skírast, en á morgun fæ ég að vita hvert í veröldinni ég er að fara. En eins og ég sagði áður að þá er dagskráin búin að vera stíf. En ég er búin að vera að kynnast fólkinu í hópnum mínum, en svo verður það víst þannig að mjög fá af okkur eða kanski enginn fer á sama skipið, allavega ekki til að byrja með.
En rétt í þessu var ég að koma heim, en eftir skóla ef svo má kalla það, fór ég í sund og svo út að borða. En ég var bara eina stelpan með 9 strákum he he gaman gaman,, ég verð víst að venjast því þar sem það er ein stelpa á móti 12 strákum eða meir á þessum skipum. Í hópnum mínum erum við 15 alls en bara 4 stelpur svo það er ekki eins og mig vanti einhverja athygli. Tíhí... nei nei annars ætla ég ekkert að vera að spá í þessa karlmenn þeir bara taka frá manni tíma og þolinmæði og nú hef ég engann tíma að spá í þá.
En jæja í dag þá var farið vítt og breytt um allt sem kemur þessum brasa við. Fengum að heyra skemmtilegar sögur og mjög daprar sögur. Það gerist greinilega allt á þessum skipum bara eins og í venjulegum borgum.
Annars er sólin búin að skína glatt á Miami í dag og á morgun fer allur hópurinn saman að fagna þessum áfanga og þá verður farið niður á South Beach og við verðum sótt í limmosium og farið út að borða og eitthvað skemmtilegt í framhaldinu. 'Eg held að ég verði ekkert rosalega súr yfir því að missa af EGO í sjallanum á Akureyri um helgina.. en samt þá mun ég hugsa til ykkar.
En jæja ég verð að fara að koma mér í háttinn enda langur og spennandi dagur framundan. 'Eg læt ykkur vita um leið og ég veit það sjálf hvert ég er að fara. En þangað til.. hjartanskveðjur
P.S takk fyrir tölvupóstinn sem ég hef verið að fá frá ykkur,, sorry að ég hef ekki haft tíma til að svara en ég mun gera það við fyrsta tækifæri

þriðjudagur, september 14, 2004

Miami

Sæl og blessuð öll sömul,
jæja þetta er nú búið að vera rosalega skemmtilegt og gengið vel í alla staði. Það var tekið vel á móti mér í Orlando, Mirza, Rebeca og Danny tóku á móti mér. Fórum á bar sem kunningjar okkar vinna á (gaybar) og þar hittum við fleiri vini og kunningja svo það var ekta welcoming party. Síðan var haldið til Daytona og ég náði að hitta á flest alla gamla vini og kunningja. Eyddi laugardeginum á ströndinni,, bara að læra að surfa og jú sleikja sólina.
En núna er ég semsagt í Miami og þetta er hörku dagskrá á hverjum degi. En í gær borðuðum við hádegismat í einu skipinu The Majesty of the Seas,, gamalt skip en stórglæsilegt og flott. En ég vakna kl6 á morgnanna og það er ekki stoppað fyrr en um miðnættið. 'A morgun er svo próf, en ég var á 10 tíma fyrirlestri í dag um sölutækni, viðskipti og þjónustu. Og já vá ég lærði alveg helling á þessu. Svo er ég líka búin að fara í mátun á uniformið mitt, en ég á sem sagt 2 sett af öllu, meira að segja smóking og draktarföt ekki nóg með það heldur uniform við öll tækifæri meira að segja uniform sundföt og stuttbuxur... eru ekki allir sexy i uniformi?
en jæja ég hef ekki tíma til að láta þetta vera lengra í bili, ég skrifa ykkur betur á morgun,
góða nótt
p.s
til hamingju með afmælið þitt elsku Gulli minn

föstudagur, september 10, 2004

nú er komið að því


Jæja þá er komið að því, loksins loksins eftir 10 mánaðar dvöl á 'Islandinu góða er ég að halda á sjóinn. Jú maður þarf víst að fara að vinna. Sumir eru sjóarar á meðan aðrir eru landkrabbar,, he he
annars er ég eitthvað svo andlaus og veit ekki alveg hvað ég á að segja,, 'Eg er bara að hlýða Gulla með því að skrifa hérna inn. En hann sagði að ég yrði að blogga áður en ég færi út. Hann var svo sætur í sér í gær, en hann hringdi í mig og við áttum svo sætt og gott spjall og ef ég segi ykkur eins og er þá láku nú eitt eða janfvel tvö tár niður á meðan.
En ég hitti strákana mína í gærkveldi á Apótekinu og Svövu lika,, hún sá alveg um að ég yrði ekkert þyrst hjá henni, æi það var svo gaman en samt var ég með sting í hjartanu allann tímann. En eins og Svava orðaði þetta pent " Þú komst þér í þetta sjálf og það er ekki við neinn annan að skakast " já ætli það sé ekki rétt hjá henni.
En jæja ég ætla að fara að gera mig klára, enda langt ferðalag framundan, 8 tímar í flugi + allt sem fylgir því.
en jæja og þangað til næst...
ykkar gingerin

þriðjudagur, september 07, 2004

Jæja þá er þetta allt að koma

Jæja, loksins loksins en þá fer þetta allt að smella saman hjá mér. En ég er komin með áritun í vegabréfið og flugmiðann út. En ef ég á að segja alveg eins og er, þá var ég nú farin að óttast pínu um að þetta gengi ekki upp. En ýtti þó þeirri hugsun frá mér því það má ekki hugsa svoleiðis heldur.
En það er ýmislegt sem maður lærir í svona aðgerðum, en vissuð þið að maður á eða þarf að fara í þessar sprautur á 10 ára fresti, svona eins og maður var að fá þegar maður var í barnaskóla, stífkrampasprautur og mænueitthvað sprautur og fleira.. hvorki ég né aðrir sem ég var að segja frá þessu höfðu ekki hugmynd um þetta. Svo næst þegar þið farið til læknis þá endilega spurja hann / hana út í þetta.
En ég er búin að vera á þönum út um allan bæ, redda hinu og þessu og ganga frá einhverjum lausum endum. En þó hef ég alltaf gefið mér tíma til að kíkja á strákana mína í kaffi á perunni.
'Astandið í Florida er nú allt að koma til, ég loksins náði í Mirzu vinkonu mína í dag en það eru allir búnir að vera rafmagnslausir og símalausir síðan á laugardag. En skvísan ætlar að sækja mig út á flugvöll á föstudagskvöldið og ætli við verðum bara ekki með hurricane partý, en það er jafnvel von á öðrum fellibylnum þá. Það jafnast ekkert á við gott hurricane party. En ég er farin að hlakka roslalega til að hitta gömlu vinina, þó fæ ég ekki að sjá mikið af þeim því svo þarf ég að rjúka strax til Miami á sunnudagskvöldið og fara í 10 daga þjálfunnar prógram áður en haldið verður út á sjó.

sunnudagur, september 05, 2004

Helgin...

Helgin byrjaði snemma, en hún byrjaði á fimmtudagskvöldið hjá mér. En eftir nokkuð annansaman dag náði ég í Siddý og við skelltum okkur út að borða á Operu, og þar sem hinir bestu þjónar og kokkar landsins eru saman komnir getur ekkert klikkað. En Gulli minn stjanaði við okkur og Jón Þór sá um kræsingarnar. Pakksaddar tiltum við okkur í betri stofuna og kláruðum hvítvínsflöskuna, og biðum eftir að starfsfólkið kláraði sína vinnu, bæði á Operunni og á öðrum betri stöðum borgarinnar..Holtinu.
Við áttum saman ánægjulega stund sem verður ekkert farið nánar út í hér en við þökkum öll pennt fyrir frábært eftirpartý + grillmatinn út á 'Alftanesi. En systa mín og mágsi klikka sjaldan á smáatriðunum þegar kemur að gleði og glaum annarsvegar.
Kanski skemmtilegast frá því að segja að ég vaknaði með 2 menn í rúminu mínu daginn eftir,, og þar með fauk hugmynd fjölskyldunnar um að ég væri samkynhneigð. Ekki það að það hafi verið neitt djúsi sem gerðist, en sumir drukku meira að segja morgunkaffi með mömmu áður en farið var í háttinn.
Ekki nóg með það heldur á föstudeginum dró ég Gulla með mér ( þar sem hann hafði verið útundann kvöldið áður ) í fjölskyldukveðjupartý í Mexikóskum þema og sumir héldu greinilega að þarna væri ég hreinlega að kynna nýjann meðlim. Og jú þeim leist svona líka vel á hann. Meira að segja þá held ég að hann kæmist inn í ferðafélagið Drífandi ef hann væri í réttu liði.
Annars er ég bara búin að vera róleg og góð.
En Addi var í aðlögun á laugardagskvöldið enda þarf hann að venjast því að vera án mín á djamminu, og ég held að þetta hafi bara tekist príðilega hjá honum,, en samt efast ég um að það hafi verið neitt rosalega gaman hjá honum, en þetta kemur allt hjá honum með tímanum, vona að það taki ekki þó heilt London.
En svo í kvöld fór ég í matarboð til Söru systur og fjölskyldu. Þar var tekið vel á móti mér með svakalegum kræsingum eins og ávallt, eftirrétturinn var svo góður að ég hefði alveg getað borðað hann bara í aðalrétt en ég fékk súkkulaði marquie með jarðaberjasósu og þeyttum rjóma.... jummy. En við áttum alveg rosalega góða stund saman.
En jæja ætli það sé nú ekki best að koma einhverju í verk, taka aðeins til í herberginu mínu, en það er allt á hvolfi þar. Reyna svo að fara á skikkanlegum tíma í bælið enda nóg að gera á morgun.

& 5b4 lt;!-- End main column -->