Flökkulína

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Komin heim

Sælt veri fólkið og gleðilegt ár.

Jæja þá er sjóarinn síkáti kominn í land og ætlar að gerast landkrabbi. 'Island varð fyrir valinu enda langbesti staðurinn að vera á. Já það er gott að vera komin heim og fyrir fullt og allt. Eftir 7 ára flakk er nóg komið og vonar tilvonandi landkrabbi að flökkueðlið sé lagst í dvala ef ekki bara dautt.

Hversdagsleikinn og skammdegið leggst bara vel í mann. Er í atvinnuleit og er farin að safna í búið. Ef einhver er farin að endurnýja í eldhússkápunum hjá sér þá endilega láta mig vita.

já það er gott að vera komin heim.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Mannbjörg og ‘Islendingar.

Einhvern veginn hefur ekki mikið verið að gerast upp á síðkastið, ég veit ekkert hvaðan ég var að koma eða hvert ég er að fara... bara úr einni höfninni í aðra og allt rennur saman í eitt. Reyndar erum höfum við breytt stefnunni hingað og þangað til að forðast einhverjar smálægðir sem þeir kalla troppical storma og komið í hafnir sem nákvæmlega er ekki neitt að sjá og hvað þá um að vera.
En svo einn sjódaginn tekur skipið svaka beyju og allt gamla liðið á hækjunum og hjólastólunum lá allt í einni kös og Skipstjórinn kemur í kall kerfið og tilkynnir það að við séum að fara að bjarga fólki. Já það var þessi pínulittla skúta lengst út á ballar hafi veðurbarinn eftir einn storminn með brotið stýri og laskaða vél, og seglin voru flogin út í veður og vind. Svo allt fór í gang,, björgunnarbáturinn út og jú auðviðað ljósmyndarinn á réttum stað. Já mín tók myndir af viðburðinum. En það voru 2 feðgar í áhöfn á skútunni og þeir stigu um borð við mikinn fögnuð og lófaklapp. Það var hálf dapurt að sigla svo bara í burtu og skilja skútuna eftir.
En allavega þá gerist sittlítið af hveru endrum og eins hérna hjá okkur.

En svo í dag var ég á einhverjum hlaupum, setja upp studió, gera og grægja allveg á fullu.. en á hlaupum mínum í gegnum ljósmyndagalleriið þá heyri ég allt í einu einhvern segja “ voðalega er þetta eitthvað skrítið” ég neggli niður hælunum og snarstoppa... ég trúði ekki mínum eigin eyrum.. eru þetta í alvörunni íslendingar hugsa ég með mér og ég sníglast aðeins í kringum þau og reyni að hlusta meira,, reyna að heyra eitthvað hvað þau eru að segja... nei og ekki nóg með það þá eru þau líka að skoða myndirnar sem ég tók í gær og jú myndin er af þeim.. ummmm ég hugsaði með mér að segja ekki neitt og reyna að hlusta eftir einhverju vandræðalegu sem þau mundu segja og svo negla þau bláköld.. en vinnufélagarnir mínir voru farnir að taka eftir þessari furðulegu hegðun minni og þeir voru farnir að fylgjast með þessum leik.. nema einn aulinn sem er nýbyrjaður og er ekki en búinn að fá nóg af vittleysunni í farþegunum og tekur upp á því að spjalla við þessi yndælu hjón frá íslandi og spyr hvaðan þau séu.. og jú auðvitað svara þau og þá segir aulinn ( það er alltaf einn auli í hverjum hóp) já og hún líka og bendir á mig... jú svo við byrjuðum að spjalla en mér var einhvernveginn svo um og ó að ég gat varla talað skírt. Gleymdi að kynna mig og hvað þá að spurja þau til nafns.. en já þau sögðu að ég hefði verið að mynda þau í gær og þau hefðu einmitt talað um það hve Islendingaleg ég væri,, svo rögg og ákveðin,, með svona drífa sig takta en allt á hreinu. ‘Eg var ekkert smá montin að heyra það. En þau eru hérna ásamt öðrum íslenskum hjónum. ‘Eg ætla að reyna að hafa augun opin og hitta á þau aftur. En í tilefni þess að þau voru íslensk þá fengu þau myndina auðvitað fría. ( En ég komst ekkert að því hvað íslendingunum fanst svona skrítið )

Annars er ég að vinna í vinnslunni þessa og næstu vikuna og vinn þá meira á nóttunni, sem sagt þá er ég að prennta þær myndir sem hafa verið teknar yfir daginn,, aukaprenntannir og fixeringar. Það er rosagóð tilbreyting sérstaklega að vera ekki eins mikið ofan í farþegunum en það er ekkert smá orka sem þeir geta sogið úr manni. En á 2ja vikna fresti þá breytum við um verkefni, sem sagt það er reksturinn í Galleriinu, myndvinslan og svo er það video. Ég er ekki búin að læra klippingarnar og setja saman efnið nógu vel en það kemur að því.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ný síða...

Kanski það sé ekki svo spennandi að lesa það sama á sitthvoru tungumálinu en samt það er aldrei að vita, en Caglar langar svo rosalega að hafa svona síðu líka, auk þess hef ég fengið margar kvartannir að síðan sé ekki á ensku svo jú auðvitað leysir maður þannig vandamál og hristir nýja síðu bara fram úr erminni…ekki málið. Ekki það að það sé neitt auðvelt að skrifa á ensku en það má allavega reyna.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Atlandshafið

Atlandshafið

Já það er ekki á hverjum degi sem maður flakkar um 4 heimsálfur á viku eða svo auk þess að sigla þvert yfir Atlandshafið. En þetta er 3ja skiptið á 12 mánuðum sem ég sigli yfir hafið. Og alltaf er betra að sigla frá austri til vesturs því sólahringurinn verður 25 tímar, svo það er tilvalið að nota þennan auka klukkutíma í ýmislegt. Auka svefn, í ræktina, skrifa tölvupóst, þvo þvottinn eða kíkja á barinn. Það er alveg merkilegt hvað maður ætlar aldeilis að nota svona auka klukkutíma í margt. Svo auðvitað fer maður klukkutíma síðar að sofa þar sem maður er að græða klukkutíma, og ef ekki í dag þá fæ ég annan aukatíma á morgun.
‘I sannleika sagt þá gæti ég léttilega komist af án þessara auka klukkutíma þar sem það er afskaplega rólegt og lítið að gera hjá okkur í vinnuni. Þetta er langur túr og farþegarnir eru löngu orðnir of myndaðir og leiðir á okkur ljósmyndurunum og við á þeim.

En síðustu hafnarborgir voru Civitavecchia á ‘Italíu, Gibraltar, Cadiz á Spáni, Casablanca Morroco og svo einhver smá eyja sem heitir Funchal og er suður af kanari eyjum og tilheyra Potugal. 5 sjódagar og næsti áfangastaður er St. Marteen eyja í Karabíska.

‘Eg hef ekki verið alveg viss hvort ég er í vinnu eða bara í fríi en 5 sjódagar auk þess að vera langir dagar og yfirmönnuð þýðir það bara eitt, nægur frítími auk frídags! Við Caglar fengum bæð frí sama daginn. Gæti lífið verið eitthvað betra...... sólin skín og veðrið er millt og gott situr maður úti á dekki með kaffibollann og nýtur útsýnisins. Siðar um kvöldið fórum við út að borða. Fórum á fínan nei ég meina flottasta veitingastaðinn á skipinu. Forréttir, aðalréttir eftirréttir, rauðvin, kaffi og súkkulaði.. já takk allann pakkann. Svo var tjúttað lítið eitt þar sem Hrekkjavökupartý stóð fram eftir nóttu.. en svo skríður maður bara sæll og glaður í kojuna sína. En jú brátt mun þessu lúxuslífi ljúka og maður fer nú aldreilis að vinna fyrir dollurunum..

fimmtudagur, október 20, 2005

Erum heil a hufi

Rett eftir midnaettid i gaerkveldi var rosalegur jardskjalfti herna. 5,9 a Rıchter scala, hann stod yfir i langann tima 35-40 secontur. En jördin skalf to mun lengur eftir tad. Margir eftrirskjalftar voru svo alla nottina. En vid erum a 6 haed og ekki var tad a tad baetandi. Eg hef aldrei a aevinni verid eins rosalega hraedd. En tad ruku allir ut med tad sama. Vid svafum i bilnum i nott, svafum kanskı ekki svo mikid en folk svaf uti og kveikti vardelda. Ja eg verd ad segja ad tetta var ein eftirminnilegasta nott. En eins og fyrr sagdi ta er allt i lagi med okkur. En jaeja eg verd ad koma mer nuna ut a flugvoll, verd a Italiu i nott og svo um bord i Westerdam a morgun. Skjalftakvedjur fra Tyrklandi

Erum heil a hufi

Rett eftir midnaettid i gaerkveldi var rosalegur jardskjalfti herna. 5,9 a Rıchter scala, hann stod yfir i langann tima 35-40 secontur. En jördin skalf to mun lengur eftir tad. Margir eftrirskjalftar voru svo alla nottina. En vid erum a 6 haed og ekki var tad a tad baetandi. Eg hef aldrei a aevinni verid eins rosalega hraedd. En tad ruku allir ut med tad sama. Vid svafum i bilnum i nott, svafum kanskı ekki svo mikid en folk svaf uti og kveikti vardelda. Ja eg verd ad segja ad tetta var ein eftirminnilegasta nott. En eins og fyrr sagdi ta er allt i lagi med okkur. En jaeja eg verd ad koma mer nuna ut a flugvoll, verd a Italiu i nott og svo um bord i Westerdam a morgun. Skjalftakvedjur fra Tyrklandi

miðvikudagur, október 19, 2005

Jarðsjkálftar og Fuglaflensan

Já fuglaflensan er komin til Tyrklands og jörðin skelfur öll.

Er það ekki full gróft þegar fólk er drepið í hrönnum þó að það fái flensuna,, reyndar fuglaflensuna en mér fanst það heldur gróft að þeir hafi hreinlega drepið 2000 turks. Með þetta gekk ég um í maganum í heilann dag eftir að pabbi hans Caglars hafði lesið fréttinar fyrir mig úr dagblaðinu. Við reyndar tölum saman á hinum ýmsu tungumálum,, en mest megnis þó að hann talar við mig á þýsku og tyrknesku og ég svara honum ýmist á ensku, sænsku eða íslensku auk ýmissa likamstjáninga og bendinga, hér verð ég bara að koma því á framfæri að tyrkneskan mín er betri en þýskan.
Nei ekki er mannúðarmenskan upp á marga fiska hérna í kalkúnalandinu enda koma það síðar upp á daginn að þeir voru að drepa turkeys sem sagt kalkúna en ekki tyrki. Það var miklu fargi létt af mínu hjarta. Misskilningurinn getur verið allveg ótrúlegur,, eins og t.d um daginn þá var ég að spjalla við einn og ég hélt að hann væri að tala um barnakerru en svo uppgötvaðist það löngu seinna að hann var að tala um starfsframa ( career – carrier )

Svo einn morguninn ligg ég upp í rúmi, er að þurka stýrurnar úr augunum og var ekki lengi að því þar sem hreinlega allt fór af stað, rosaleg læti og titringur. ‘Eg hreinlega hentist fram úr og út á tún. Ekkert smá jarðskjálfti en 5.7 og við alveg við upptökin á honum. Næsti skjálfti kom nokkrum timum síðar og mældist 5.9 á Ricther skala. En furðulegt en satt þá stóðu öll húsin og ekkert alvarlegt tjón varð. Síðan þá hafa verið fullt af littlum eftirskjálftum. Sumir hérna vilja tengja skjálftana við sólhvarfið,, en síðast þegar sólhvarf var í ágúst 1999 að þá voru rosalegir jarðskjálftar hérna og fleiri tugir þúsunda manna dóu.
Sumt fólk hérna hefur tekið upp á því að sofa í tjöldum eða út í bílunum sínum. Það ríkir svolítil hræðsla en í fólki, enda kanski ekki furða þar sem nýgengnir jarðskjálftar og hörmungar hjá nágrönnum pakistönum.

Svo já það er kanski kominn tími til að hverfa aftur til hins daglega lífs og míga í saltann sjó. ‘A morgun mun ég fljúga til Þýskalands og svo þaðan til ‘Italíu. Vinnugallinn bíður pressaður og hreinn og sjófæturnir býða spenntir eftir því að stíga ölduna.
En frá Ítalíu sigli ég til Gíbraltar þaðan til Maroco í Afríku og þar mun Caglar koma um borð. Þaðan setjum við svo stefnuna yfir Atlandshafið með stoppi á Madeira eyjum. Já svo verður það bara Karabíska hafið í vetur. Cozumel Mexico ohh ég hlakka svo til.. borða mexicanskan mat og sturta honum niður með ísköldum Corona bjór.

Jæja ég ætla að kíkja á farangurinn,, þetta verður eitthvað skrautlegt að sjá enda allt orðið lögu fullt af alskonar dóti.

Ramazan - Ramadan

Ramazan – Ramadan

Klukkan er langt gengin í þrjú og ég er við það að hitta ‘Ola Lokbrá í Draumalandi. ‘Eg hrekk upp, hvaða anskotans læti eru þetta, er allt að verða vittlaust? Eru þeir farnir að skjóta hvorn annan hérna eða hvað. ‘Eg henntist út í glugga og viti menn.. það gengur maður upp og niður göturnar berjandi trommur. Þetta er víst vekjaraklukka svangra múslima. En þetta er víst gamall siður og svona mun þetta vera í heilann mánuð. En Ramadan er einhverskonar fasta, nema hvað að það er ekkert borðað eða drukkið á meðan sólin er uppi. Svo þegar sólin sest á kvöldin er skotið úr fallbyssum og svo tekur óhollustan við, þ.e borðað og borðað eftir hungur dagsins. Svo jú klukkan 3 um nótt tekur trommarinn litli við og þá vakna þeir aftur til að borða og jú svo lagt sig aftur. Þegar sólin tekur upp á því að skína á ný er hvorki þurrt né vott sett inn fyrir varirnar. Reyndar hef ég ekkert fundið meira fyrir því að Ramadan standi yfir, en við erum í sumarhúsinu og fólkið hérna er ekkert í þessum sveltingarleik. En það eru víst staðir þar sem sennilega er ekkert varið í að vera í veitingarhúsarekstri þennan mánuðinn.
Gerðar hafa verið rannsóknir á hegðun fólks og slysatíðni á meðan þessari föstu stendur yfir i nafni guðsins Allah og öllum að óvæntu slasar fólk sig meira, fleiri bílárekstrar, rifrildi og fleira, enda ekki mikil furða þar sem allir eru svangir og illa hvídir.
Ef ég minnis líka svona á smáatriðin að þá busta þeir ekki einu sinni í sér tennurnar meðan sólin skín,, svo þið getið rétt ýmindað ykkur að taka strætó eða vera í miklum mannfjölda. Kanski þeir busti bara aldrei í sér tennurnar hvort eð er.

miðvikudagur, september 21, 2005

Loftbelgjaflugferðin

Týpískur dagur... tíhí

Týpískur dagur...
Daginn eftir er mín bara dreginn á fætur fyrir fyrsta múslimagal, já enginn svefnfriður, hvaða djöfulsins læti eru þetta klukkan er rétt að ganga 5 að morgni. Caglar dreif mig áfram og svo kom bíll að sækja okkur og keyrði okkur rétt út fyrir bæinn. Nema hvað að þar beið loftbelgur eftir okkur og við fórum í útsýnisflug í loftbelgnum og sáum sólina koma upp. Vá þetta var allveg rosalega fallegt. Þegar niður var komið skáluðum við svo i kappavíni. Já ekki slæm byrjun á góðum degi. En síðan var haldið í rosa góðann og mikinn morgun mat, en hinn týpiski tyrkneski morgunverður samanstendur af brauði, tómötum, gúrkum, ólifum osti og svo auðvitað tebollanum. En sama hvað ég reyni þá finnst mér alltaf ólifurnar vera jafn vondar en ekki fanst kettinum það sem var að sniglast í kringum okkur en hann át þær með bestu list. Aldrei hefði mér dottið það í hug að kettir ætu ólifur. En svo var farið í bað. Að fara í bað og bað er sko ekki það sama hérna. En þeir hérna í kalkúnalandinu eiga langa hefð fyrir svokölluðum baðhúsum sem þeir kalla Hamam. Hamam byggingarnar eru í svona moskvu stíl, allt úr hvítum marmara og voða fínt. Svo er þetta svaka prógram sem maður fer í. Fyrst fer maður í gufu. Inn og út úr henni en á milli þess er manni fleygt út í ískalda laug. Svo fer maður inn í aðra hvelfingu og þar liggur maður á heitum stórum steini, svo er maður tekinn og skrúbbaður allur, aftur á steininn og svo fær maður heilnudd, aftur á steininn svo í sápubað svo slappar maður bara af eftir öll ósköpin og skolar sig og sullar í vatninu. Sem sagt 2 tíma baðhreinsun og þetta er ekkert smá ógeðslega gott og ekki nóg með það heldur er maður svo hreinn á eftir. Á veran í Cappadocia var yndisleg.

Cappdocia

Cappadocia

Staðsettining fyrir miðju landi hér um bil eða suðaustur af Ankara. Cappadocia eins og staðurinn er kallaður á ensku er hreint út sagt allveg ótrúlegur. Þessari borg er eftitt að lýsa en hún er byggð úr klettum, eða grafið inn í kletta sem líta út fyrir að vera risa typpi á við og dreif. Engar staðreyndir eru að finna hvernig þetta fyrirbæri átti sér stað, en sagan segir að það hafi verið eldgos og gosið hafi skotist um 100 km og sletturnar lent hér og formast svona. Einhvernvegin efast ég þó um það.
Við gistum 2 nætur i klettahóteli, sem sagt sváfum í helli. Það var ferlega cool.
Við fórum á söfn og markaði, gengum um allt og með myndavélarnar á lofti eins og japanskir túristar. Um kvöldið var fóltboltaleikur og ekki mátti víst missa af honum og okkar lið vann auðvitað.

& 5b4 lt;!-- End main column -->