Komin heim
Sælt veri fólkið og gleðilegt ár.
Jæja þá er sjóarinn síkáti kominn í land og ætlar að gerast landkrabbi. 'Island varð fyrir valinu enda langbesti staðurinn að vera á. Já það er gott að vera komin heim og fyrir fullt og allt. Eftir 7 ára flakk er nóg komið og vonar tilvonandi landkrabbi að flökkueðlið sé lagst í dvala ef ekki bara dautt.
Hversdagsleikinn og skammdegið leggst bara vel í mann. Er í atvinnuleit og er farin að safna í búið. Ef einhver er farin að endurnýja í eldhússkápunum hjá sér þá endilega láta mig vita.
já það er gott að vera komin heim.