Flökkulína

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Mannbjörg og ‘Islendingar.

Einhvern veginn hefur ekki mikið verið að gerast upp á síðkastið, ég veit ekkert hvaðan ég var að koma eða hvert ég er að fara... bara úr einni höfninni í aðra og allt rennur saman í eitt. Reyndar erum höfum við breytt stefnunni hingað og þangað til að forðast einhverjar smálægðir sem þeir kalla troppical storma og komið í hafnir sem nákvæmlega er ekki neitt að sjá og hvað þá um að vera.
En svo einn sjódaginn tekur skipið svaka beyju og allt gamla liðið á hækjunum og hjólastólunum lá allt í einni kös og Skipstjórinn kemur í kall kerfið og tilkynnir það að við séum að fara að bjarga fólki. Já það var þessi pínulittla skúta lengst út á ballar hafi veðurbarinn eftir einn storminn með brotið stýri og laskaða vél, og seglin voru flogin út í veður og vind. Svo allt fór í gang,, björgunnarbáturinn út og jú auðviðað ljósmyndarinn á réttum stað. Já mín tók myndir af viðburðinum. En það voru 2 feðgar í áhöfn á skútunni og þeir stigu um borð við mikinn fögnuð og lófaklapp. Það var hálf dapurt að sigla svo bara í burtu og skilja skútuna eftir.
En allavega þá gerist sittlítið af hveru endrum og eins hérna hjá okkur.

En svo í dag var ég á einhverjum hlaupum, setja upp studió, gera og grægja allveg á fullu.. en á hlaupum mínum í gegnum ljósmyndagalleriið þá heyri ég allt í einu einhvern segja “ voðalega er þetta eitthvað skrítið” ég neggli niður hælunum og snarstoppa... ég trúði ekki mínum eigin eyrum.. eru þetta í alvörunni íslendingar hugsa ég með mér og ég sníglast aðeins í kringum þau og reyni að hlusta meira,, reyna að heyra eitthvað hvað þau eru að segja... nei og ekki nóg með það þá eru þau líka að skoða myndirnar sem ég tók í gær og jú myndin er af þeim.. ummmm ég hugsaði með mér að segja ekki neitt og reyna að hlusta eftir einhverju vandræðalegu sem þau mundu segja og svo negla þau bláköld.. en vinnufélagarnir mínir voru farnir að taka eftir þessari furðulegu hegðun minni og þeir voru farnir að fylgjast með þessum leik.. nema einn aulinn sem er nýbyrjaður og er ekki en búinn að fá nóg af vittleysunni í farþegunum og tekur upp á því að spjalla við þessi yndælu hjón frá íslandi og spyr hvaðan þau séu.. og jú auðvitað svara þau og þá segir aulinn ( það er alltaf einn auli í hverjum hóp) já og hún líka og bendir á mig... jú svo við byrjuðum að spjalla en mér var einhvernveginn svo um og ó að ég gat varla talað skírt. Gleymdi að kynna mig og hvað þá að spurja þau til nafns.. en já þau sögðu að ég hefði verið að mynda þau í gær og þau hefðu einmitt talað um það hve Islendingaleg ég væri,, svo rögg og ákveðin,, með svona drífa sig takta en allt á hreinu. ‘Eg var ekkert smá montin að heyra það. En þau eru hérna ásamt öðrum íslenskum hjónum. ‘Eg ætla að reyna að hafa augun opin og hitta á þau aftur. En í tilefni þess að þau voru íslensk þá fengu þau myndina auðvitað fría. ( En ég komst ekkert að því hvað íslendingunum fanst svona skrítið )

Annars er ég að vinna í vinnslunni þessa og næstu vikuna og vinn þá meira á nóttunni, sem sagt þá er ég að prennta þær myndir sem hafa verið teknar yfir daginn,, aukaprenntannir og fixeringar. Það er rosagóð tilbreyting sérstaklega að vera ekki eins mikið ofan í farþegunum en það er ekkert smá orka sem þeir geta sogið úr manni. En á 2ja vikna fresti þá breytum við um verkefni, sem sagt það er reksturinn í Galleriinu, myndvinslan og svo er það video. Ég er ekki búin að læra klippingarnar og setja saman efnið nógu vel en það kemur að því.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ný síða...

Kanski það sé ekki svo spennandi að lesa það sama á sitthvoru tungumálinu en samt það er aldrei að vita, en Caglar langar svo rosalega að hafa svona síðu líka, auk þess hef ég fengið margar kvartannir að síðan sé ekki á ensku svo jú auðvitað leysir maður þannig vandamál og hristir nýja síðu bara fram úr erminni…ekki málið. Ekki það að það sé neitt auðvelt að skrifa á ensku en það má allavega reyna.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Atlandshafið

Atlandshafið

Já það er ekki á hverjum degi sem maður flakkar um 4 heimsálfur á viku eða svo auk þess að sigla þvert yfir Atlandshafið. En þetta er 3ja skiptið á 12 mánuðum sem ég sigli yfir hafið. Og alltaf er betra að sigla frá austri til vesturs því sólahringurinn verður 25 tímar, svo það er tilvalið að nota þennan auka klukkutíma í ýmislegt. Auka svefn, í ræktina, skrifa tölvupóst, þvo þvottinn eða kíkja á barinn. Það er alveg merkilegt hvað maður ætlar aldeilis að nota svona auka klukkutíma í margt. Svo auðvitað fer maður klukkutíma síðar að sofa þar sem maður er að græða klukkutíma, og ef ekki í dag þá fæ ég annan aukatíma á morgun.
‘I sannleika sagt þá gæti ég léttilega komist af án þessara auka klukkutíma þar sem það er afskaplega rólegt og lítið að gera hjá okkur í vinnuni. Þetta er langur túr og farþegarnir eru löngu orðnir of myndaðir og leiðir á okkur ljósmyndurunum og við á þeim.

En síðustu hafnarborgir voru Civitavecchia á ‘Italíu, Gibraltar, Cadiz á Spáni, Casablanca Morroco og svo einhver smá eyja sem heitir Funchal og er suður af kanari eyjum og tilheyra Potugal. 5 sjódagar og næsti áfangastaður er St. Marteen eyja í Karabíska.

‘Eg hef ekki verið alveg viss hvort ég er í vinnu eða bara í fríi en 5 sjódagar auk þess að vera langir dagar og yfirmönnuð þýðir það bara eitt, nægur frítími auk frídags! Við Caglar fengum bæð frí sama daginn. Gæti lífið verið eitthvað betra...... sólin skín og veðrið er millt og gott situr maður úti á dekki með kaffibollann og nýtur útsýnisins. Siðar um kvöldið fórum við út að borða. Fórum á fínan nei ég meina flottasta veitingastaðinn á skipinu. Forréttir, aðalréttir eftirréttir, rauðvin, kaffi og súkkulaði.. já takk allann pakkann. Svo var tjúttað lítið eitt þar sem Hrekkjavökupartý stóð fram eftir nóttu.. en svo skríður maður bara sæll og glaður í kojuna sína. En jú brátt mun þessu lúxuslífi ljúka og maður fer nú aldreilis að vinna fyrir dollurunum..

& 5b4 lt;!-- End main column -->