Flökkulína

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Tyrkland

Tyrkland

Tyrkland liggur við landamæri Búlgaríu og Grikklands i norðvestri; Svarta hafið umliggur norðurhlutann; Georgia og Armenia i norðaustri; landamæri Iran eru í austri sem og ‘Irak, Syria og svo síðast en ekki síst er suðrurströndin Miðjarðrahafið sjálft og Aegan hafið til vesturs.

Tyrkland er 779,452 ferkílómetrar að flatarmáli.
Höfuðborg Tyrklands er Ankara. En Istanbul er stærsta borg landsins og þar búa um 18 millijón mans.
29. október 1923 varð Tyrkland lýðveldi og er það með svipað stjórnarfarskerfi og á ‘Islandi. Sem þýðir þá að það sem skrifað er i Kóraninn er ekki lög né reglur í þessu landi.

Um 80 % af ibúum landsins eru tyrkir, um 17 % kúrdar og restin blanda af hinum ýmsum þjóðernum og er um 99 % af öllu liðinu muslimar.
Muslimar eru víst ekki bara muslimar en þeir skiptast upp i hópa og eru þeir 3 stærsu kallaðir Sunni, Shita og svo eru það hinir Rauðu. Sunni muslimar eru þessir heit trúuðu sem klæðast svötu kuflunm.. svo eru það Shita fólkið þau eru svona létt trúaðri en halda fast i ákveðnar hefðir og svo hinir Rauðu sem aðhillast framfarir og eru frekar á vinstri hliðinni þegar að stjórnmálum kemur. Samt sem áður er það morgungalið sem vekur mann á morgnanna, ekki haninn eins og í sveitinni heima heldur er það Ezan þá leggjast þeir á skeljarnar og byðja.. en athöfnin sjálf hefst á að það er sungið eða kallað til bænar og það er útvarpað í hátölurum sem glymur um allt, sveit sem borg. Þetta á sér stað 5 sinnum á dag og er hægt að stylla klukkuna sína eftir þessu.

Það sem ég hef séð af fólkinu hérna þá er það vingjarnlegt, hjálplegt og ógeðslega gestrisið.
Te á morganna, te í hádeginu, te um miðjan daginn, te eftri kvöldmatinn og jú te fyrir háttinn og alltstaðar þess á milli er tími fyri te... svo te og sígo er eitthvað sem allir eru að gera alltaf... já þeir reykja mikið tyrkirnir og ég held ég hafi ekki komið inn i reyklausa byggingu eða hús.. en yngri kynslóðin er þó eitthvað að taka við sér sem betur fer.
Maturinn er rosalega fjölbreyttur og það hefur varla liðið sá dagur að maður prófi ekki eitthvað nýtt. Maturinn er bragðmikill og rosalega góður,, nema jú hvað þeir hérna drekka ógeðisdrykk sem er eins og súrt jógurt og jú þeir kalla hann auðvitað jógúrt drykkinnn og drekka hann með mat. Eitt af fystu kvöldunum hérna var svakleg grillveisla haldin og jú auðvitað var borið á borð það besta sem þau héldu að hægt væri að bjóða littlu sjómansdóttirinni frá norður Atlandshafinu... já eldum fisk handa henni, frábær hugmynd að þau héldu... og stoltur heimilisfaðirinn byrjar að setja á diskana... fyrst hélt ég að þau væru nú bara að grínast í mér þegar það var settur þessi líka ljóti fiskur með haus og hala í öllu sínu veldi á diskinn minn.. ég brosti ekki lengi þegar fílan af fisknum fór um allt og ég hélt það mundi annað hvort líða yfir mig eða ég mundi æla yfir matarborðið... en ég herti upp hugann fljótt þegar fiskurinn brosti til min og sagði mér bara að skuttla sér yfir á næsta disk og fá mér bara salat og brauð í staðinn... og jú máltíðin heppnaðits bara ljómandi vel.
En mestann tíman höfum við verið í sumarhúsi með fjölskyldu og vinum á stað sem heitir Didim. Þetta er rosa stórt og flott sumarhús á 3 hæðum. Foreldrar Caglars, systir hans, amman, frænkur og frændur. Ein móðursystirin býr í Englandi svo að krakkarnir hennar tala öll ensku svo það var mikill léttir. Ein Didim er við Agean hafið og hér hefur sólin leikið um okkur. Málið er bara að vakna nógu seint og jú fá sér te og rosalega mikinn og góðann morgunmat og svo dólað sér á ströndinni og svamlað í sjónum. Svo er það bara aftur matur og meiri matur, labbitúrar og endalaus rólegheit... spilað og lesið á kvöldin. Stundum höfum við farið á hverfisbarinn og fengið sér öl svona í kvöldroðanum, en ég held að önnur eins afslöppun hafi ekki átt sér stað hjá gingerinni lengi.
En svo á laugardagsmorgunin tókum við rútuna til Kusadasi sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum í Tyrklandi. Þar hittum við svo en einn frændann og vorum í sumarhúsi þar. Strákarnir keyrðu mig um allt og sýndu mér alla hinu helstu staði. Tóku mig svo í prílagrímsferð til hins helga stað kristinna manna, að húsi og leiði Mariu meyjar. Fórum svo til Ephesus, en Ephesus var grísk borg sem var byggð um 1000 fyrir krist. Rústirnar sem eftir standa dag eru sagðar byggðar um 4 öld fyrir krist af Alexsander mikla.
En eftir svona mikla menningu og sögu var auðvitað tilvalið að finna barnið í sjálfum sér og skella sér í einn stærsta vatnsrennibrautargarð Evrópu. Jibbi gaman gaman.. til að toppa frábærann dag fórum við út að borða... maturinn og staðurinn var frábær.

En svo er á planinu að fara eitthvað áfram austur með ströndinni og fara svo til Ankara... ekkert er grafið í stein þó með einhver plön... þetta kemur allt í sólarljós.

& 5b4 lt;!-- End main column -->