Flökkulína

miðvikudagur, júní 29, 2005

Þú veist að ég uni ekki í landi

Þu veist að ég uni ekki landi, en verklagin er ég á sjó,,,,, ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni til þess að segja þér hve heitt.... bla bla hverjir eru svo gamlir að muna eftir þessu klassiska islenska dægrulagi... ekki það að það bíði mín einhver heima hérna á 'Islandinu góða... en ég sagði heldur ekki hvaða landi... he he he
En jæja Þá er sjóarinn síkáti búinn að vera í landi i rúmann mánuð eða svo... kannski get ég nú ekki alveg sagt að ég sé búin að vera í landi allavega ekki allan timann. En ég sem sagt flaug til London og gisti á Standsted flugvelli. En sá flugvöllur fær hreinlega 5 stjörunur af 5 mögulegum varðandi ókeypis gistingu. Þeir slökkva meira að segja ljósin þegar kominn er háttatimi. Greinilega voru fleiri en ég búnir að finna það út hvað þetta er hentugt og góð leið fyrir flakkara sem er ekki með budduna fulla af gjaldeyri. En það voru sennilega á milli 200 og 300 mans sem hölluðu höfði sínu þar... og allt var kyrrt og hljótt.
'Eg tok svo rútuna um morguninn til Dover sem er í suður Englandi. Þar beið min svo Marco Polo. Við sigldum úr höf seinnipartinn og stefnan var tekin á Belgiu. En þegar þangað var komið var ég enþá þreytt eftir ferðalagið mitt að ég nennti ekki frá borði og ákvað þar með að skoða Belgiu bara síðar.
Holland-Amsterdam... jú ég var orðin spræk og aldeilis hress þegar þangað var komið. Amsterdam er ein af minum uppáhaldsborgum. Svo það var rokið ut um leið og skipið kom að landi. Stefnan var aðalega tekin á ekki neitt heldur bara röllt um og borgin og mannlifið skoðað. Það var yndislegt veður og ju svo um kvöldið var púlsinn á næturlifinu tekinn. En þar sem skipið var yfir nótt í borg gleðinnar var ekkert stress með í för.
Frá Amster var siglt til Skotlands og borgin Edenborg varð fyrir valinu... ekki það að ég hafi staðið neitt fyrir þvi en Þetta er yndisleg borg. Við vorum þar í 2 daga lika svo allt var tekið með trukk og dífu.. skoðað og myndað bak og fyrir.
Noregur var næst á dagskrá og þar byrjuðum við á Björgvn.. Bergen. Rigning og súld beið okkar þar en þrátt fyrir það þá er alltaf fallegt í Bergen. Reyndar sennilega sá dýrasti kaffisopinn sötraður þar.. en alveg þess virði í köldu veðri. Oslo var næst og svo Köben. Eitthvað af sjódögum voru þarna inn á milli því ferðin var 11 dagar. Eitt af því skemmtilega sem kom upp í ferðinni var að allt í einu hringir síminn minn og er það þá ekki stóra systa. Hluti af ferðafélaginu Drifadi,, sem sagt Guðrún og fjölsk. En þá voru þau í tour um köben og fara einmitt fram hjá skipinu mínu... við mældum okkur mót og flugum svo saman heim. En þau höfðu þá lika verið í Oslo sama dag og ég.. heimurinn er lítill :)
Lárétt rigning,, norðaustann og rok beið okkar svo við lendingu á KEF... ojjj
En svo á morgun byrja ég í unglingavinnuni og verð að keyra traktórinn. Hlakka bara til. Bara að maður haldi vinnuni fram yfir hádegi he he he
jæja þá er bara að koma sér í bælið enda verður sennilega mjög erfitt að vakna i fyrramálið.

P.S bestu kveðjur til Jón Þórs,, takk fyrir hjálpina

Photogs liðið


Þessi mynd er af okkur ljósmyndurunum um borð i Enchantment of the Seas. Þennan dag fórum við i gokart keppni i Cozumel i Mexico... ógeðslega gaman :)

prufa


'Eg er nu ekki svo vel að mér i þessum tövumálum,, en ég er eitthvað að reyna að setja eitthvað að myndum inn á síðuna... sjáum svo bara hvað kemur út úr þessu öllu saman

& 5b4 lt;!-- End main column -->