Flökkulína

mánudagur, desember 27, 2004

Jólin á sjónum

Þorláksmessa.

Hér er litið sem minnir á jólin og satt að segja þá er það bara hið besta mál, því þá kemur heimþráin og allur sá pakki.
En hérna erum við búin að halda jólaballið, en það var partý fyrir alla áhöfnina og sumir fengu pakka, en það eru svo margir áhafnarmeðlimir svo það voru dregin út nöfn 100 mans. Ég fékk engan pakka en við í photo liðinu kaupum hver og eitt einn pakka og á miðnætti á aðfangadag skiptumst við á svo jú það verður enginn útundan.
En já jólapartyið okkar var haldið í Colony club sem er reyndar í farþega svæði svo það var bara til klukkan 1 þar, en eftir það fór öll strollan niður í crew barinn og þar var tjúttað fram eftir morgni svaka fjör og gaman.
En já vá ég á kærasta núna,,, jibby en hann heitir Jose og er frá Costa Rica, voða sætur og góður strákur, sá sami og ég hef verið að fara á stefnumót með,,
‘I gær vorum við svo í Labadee sem er eyja sem Royal Carribean á, algjör paradís, ég er nú búin að segja ykkur frá þeim stað áður,, en eftir vinnu fórum við á sjósleða, brunuðum um allt og það var svo gaman.
En annars er allt við það sama,, ja jú nema sorry pero este que esta escribendo soy yo Jose el amigo de ginger y te cuanto que la estamos pasando muy bien aqui en el barco, a veces el trabajo es un poco cansado pero cuando la veo todo cambia el cansancio se va y entonces todo es lindo la quiero mucho y daria todo para seguir con ella, la QUIERO mucho aunque a veces ella es un poco loca pero = la quiero asi ella me ha contado mucho de ti espero que te encuentres bien de salud,esto lo que te estoy escribiendo es con el permiso de ella que me presto la compu por 2 minutos asi que ya se me vencio el tiempo nos vemos chao, te paso a ginger PURA VIDA


Þetta eru kveðjur frá Jose, já eins og ég sagði þá er hann voðalega yndilsegur og við eigum góðar stundir saman, en allt tekur enda, þar sem fólk kemur og fer,, tíminn hérna er svo allt öðruvísi en við þekkjum hann heima.. svo í raun má maður ekki verða yfir sig ástfangin eða byggja upp drauma eða framtíðarplön,, jú á liðandi stundu gleymir maður sér en einhverstaðar í undirmeðvitundinni blasir það við að sá dagur rennur upp að leyðir skiljast. Tárinn renna og lífið heldur áfram... lífið um borð.. já þetta er lífsreynsla sem má búa að og gera mann bara sterkari fyrri vikið.
Jú kanski jólin hafa þessi dramatísku áhrif á mig en þetta eru bæði góðar og slæmar tilfinningar, en þegar upp er staðið að þá hljótum við öll að vinna á einn hátt eða annan.
En hvað um það,, núna verð ég að slá á léttari stengi,, já Miami á morgun, brjálað að gera,, og sennilega verða flestir nýju farþegarnir okkar gyðingar. Ekki alveg beint mest spennandi fólkið því það eru einmitt þau sem eru í raun að hlaupa í burtu frá jólagleðinni í landi og vilja vita sem minst um hátíðarnar.. auk þess eru gyðingar ekki beint þekktir fyrir að spreða aurunum og láta alla vittleysuna eftir sér.. en það verða sennilega fullt af krökkum um borð sem er kærkomin tilbreyting frá þessum blessuðu gamalmönnum, en það er auðvitað mest megnis af gestunum okkar hérna um borð.

Jólin

Það er ekki margt sem minnir á jólin eða hátiðarnar hérna, skinandi sól og hitastigið er um 30 gráðurnar.
Aðfangadagur var þannig að við komum að landi í Miami snemma morguns, brjálað að gera. Gömlu farþegunum hent í land og nýjir komnir í staðinn. Matur og allur annar varningur fluttur um borð og svo á slaginu kl 17:00 startaði Michael skipstjórinn vélinni og við sigldum út á ballar haf og siðustu 2 daga höfum við bara verið á siglingu og í dag er ég stödd á Aruba.
Annars var aðfangadagur bara fínn eftir allt saman, ég hringdi heim og heyrði í fjoölskyldunni,, það var reyndar erfiðast af öllu, því þá kom heimþráin og allur sá pakki en eftir nokkur tár hert ég mig bara upp og fór í vinnuna bara svona eins og venjulega nema það að ég var með jólasveinahúfu á haustnum. En jú svo hitti ég félagana og það var skiptst á pökkum og svona dúllerý.
Jóladag var svo bara vaknað snemma og nóg að gera. Svokallað formal night á skipinu svo það eru þau kvöld þegar mest er að gera hjá okkur, en svo það besta var að ég fékk jólakort og jólapakka að heiman, já alla leiðina frá Islandinu góða. Mamma og pabbi sendu mér voðalega sætt sett, bol og nellur allt í stíl. Þúsundþakkir elsku mamma og pabbi. Og elsku Sandra og fjölskylda,, takk fyrir jolakortið. Það er allveg ótrúlegt hvað að er mikils virði að fá svona sendingu en ég sat sennilega í klukkutíma að lesa kortin aftur og aftur með tárin í augunum,,en það voru samt gleðitár.
Annars hef ég haft það ljómandi gott og í dag var ég bara á ströndinni, leika mér á sjósleða, sleikja sólina og hafði það bara huggulegt í dag,, en er svo bara búin að vera á netinu og það er búið að vera

skrifað fyrir löngu síðan

Jæja þá er ég komin með nýtt kerfi með að skrifa. En núna skrifa ég bara á fartölvuna og fæ svo að niðurhala á tölvuna á skrifstofunni og senda. Sparar hellings tima og aura.
Annars í dag er ég stödd í Costa Rica. ‘Urhellis rigning en má við öðru búast á regnskógarsvæði. Sennilega ekki kallað regnskógur bara svona upp úr þurru.
Við mynduðum ekki mikið í morgun vegna veðurs svo að ég fékk langa pásu eða strax eftir boat drill, sem er vikuleg æfing en núna erum við með boat drill tvisvar í túr því að það eru einhverjir eftirlitsmenn um borð og við þurfum að sanna okkur og sýna hve góð og öguð við erum og með allt á hreinu. En allt sem kemur að öryggi og viðbúnaði er tekið mjög alvarlega.
En svo í hádeginu fór ég með nokkrum kunningjum í hádegismat á veitigarstað uppi á hæð með útsýni fyrir borgina, en borgin heitir Puerto Limon. Þessi staður er einn af mínum uppáhaldsstöðum, en þessi staður er frekar lítill og miðbærinn er bara hérna rétt við höfnina. Fólkið svo vingjarnlegt en það er mikil fátækt hérna. Svo allt er frekar ódýrt þegar kemur að því að versla en þar á móti er úrvalið ekki upp á marga fiska.
En síðast þegar ég kom hingað skellti ég mér í massa fótsnyrtingu, allar tásurnar skrúbbaðar, negglurnar lakkaðar og nudd á eftir. Kostaði einhverja 15 dollara og það var svo sannarlega þess virði svo þetta verður reglulegur viðburður. Ekki sigg öng á fótunum, engin táfíla en skóstærðin fór niður um eitt númer eða svo... hahaha
En Rotterdam skipið frá Holland America er í höfn hérna með okkur i dag. Stundum sjáum við sömu skipin en það kemur reyndar ekki oft fyrir. Um daginn var Queen Marie 2 með okkur í sömu höfn, en hún er stærsta og flottasta skemmtiferðaskip í heimi. Það var ekkert smá gæjalegt þegar við sigldum fram hjá henni, en við heilsuðum henni með blástarlúðri og hún svaraði til baka og þetta gekk á í smá stund, tignarleg og stór glæsileg. En maður sér stundum mikið af skipum og þá sérstaklega þegar við fórum til Panama og förum inn í Panamaskurðinn. Skemmtferðaskip, fluttingaskip og fullt af skríttnum farartækjum sem fljóta. En í gær vorum við í þar. Þvílíkann raka hef ég ekki upplifað áður, hitamolla og ég var bara gegnum blaut við það eitt að standa úti og gera hreinlega ekki neitt,, svo þið getið rétt ýmindað ykkur hvernig það er að vera á gangi með næstum 2 kílóa myndavél, takndi myndir og blaðrandi út í loftið. Já það var sko svittnað.



Þessi mynd var tekin á Grand Cayman eyjum en þetta er photo liðið. Reyndar eru 3 af þeim farin heim eða á önnur skip og nýtt fólk komið í staðin. En frá vinstri er Israel frá Peru (farinn heim) svo ég og svo Carmen og Gabriella frá Rúmeniu, svo er það Janette frá Chile og Christina frá Suður Afriku en þær eru einnig farnar heim, svo er það Gabriell frá Rúmeniu.


Selvon frá St. Vincent, Jose frá Costa Rika, Nicolas fra Honduras og Alison frá Uruguay , þau vinna öll upp á dekki en þar er yfirleitt mesta fjörið en þau eru barþjónar og sjá um að allir séu með kalda svalandi drikki við hönd... ja svona eins og pina colada, frosen Margaritaz, jungle passion og lengi má áfram telja... rosa hresst lið.
Var á röltinu á Aruba um daginn og sá allt í einu þessa líka stóru Iguana eðlu,, eyddi hellings tíma í að ná af henni mynd.. stuttu seinna sá ég uppundir 20 til 30 af þeim í stórum hóp hlaupandi um eins og við mundum sjá ketti heima. Já ekki óalgengt hérna.

En já ef þetta gengur upp að vinna skrifin svona þá má allveg fara að búast við því að fá meiri fréttir af mér,, þó oft að hver dagurinn líkist öðrum að þá er margt sem maður lærir og kanski gaman að segja frá. Auk þess er það ekki spurning fyrir mig að vera dugleg að skrifa íslenskuna, en það líða vikur á milli þess sem ég tala hana, og ég er farin að taka eftir þvi að ég er farin að þýða frá enskuni yfir á íslensku... humm

Fyrsti pósturinn.
‘Eg fékk minn fyrsta póst um daginn. Já það var sko gleðidagur, ótrúlegt hvað eitt póstkort getur glatt mann mikið. Mamma sendi mér voða sætt kort og ef hún hefur sett það í póst samdægurs sem hún skrifað það að þá tók það tæpar 3 vikur þar til það var komið upp á vegg í klefanum mínum. Reyndar var það búið að vera um borð í þó nokkra daga áður en ég frétti að ég ætti póst um borð. Svo sem sagt mun styttri tíma en ég bjóst við.

Jæja ég ætla að láta þetta blaður duga í bili,,enda er kominn tími til að gera sig klára fyrir vinnuna.
Bless bless þangað til næst..

föstudagur, desember 17, 2004

St. Thomas

I gaer var 'eg i Puerto Rico. Atti allveg frabaerann dag, en Sandra sem er nyr vinnufelagi og herbergisfelagi atti afmaeli i gaer. Vid byrjudum daginn a kaffihusi og satum i solinni,, pinu slappar tar sem vid tokum tatt i gledinni a barnum deginum adur. En eftir hadegid hittum vid nokkra vini og tad var farid og verslad, rolt um og svo hadegismatur. Forum a ferlega godann stad en tar segja teir ad drykkurinn godi pina colada var fundinn upp eda buinn til i fyrsta skiptid. Puerto Rico tilheyrir usa svo tad svipar til florida en samt svo olikt. Arkitekturinn og yfirbragdid a ollu er blandad af evropsku, karabisku og amerisku svo tad er skemmtileg blanda.
En i morgun var 'eg ad vinna uti, ja takk fyrir stod i solinni i 5 tima og i 30 stiga hita,, en eg er ekki ad kvarta... eg er svo fegin ad vera ekki i snjonum slabbinu og myrkrinu.
En eg er nuna a leidinni i baeinn,, kikja i budir en eg er i jolagjafa leidangri, en tad kaupa allir eina gjof og allir fa eina gjof svo tad verdur enginn utundan.
Eg er buin ad fa eitt jolakort og tad var ekki fra Europay a Islandi, hehe en Kristin og Tony sendu mer kort, en tad er svo gott ad vita ad madur er ekki alveg gleymdur,,en jaeja ta er bara ad drifa sig i verslunnarleidangurinn..

mánudagur, desember 13, 2004

Miami

Miami er alltaf manudagaur fyrir mer, en ta segjum vid bless vid gomlu fartegana og faum nyja i stadinn. Brjalad ad gera i dag, fengum nyja vel i myndvinsluherbergid og nu er bara ad setja allt saman og i gang sem fyrst.
Annars er eg adeins farin ad atta mig a tvi ad jolin seu ad nalgast. En nu er buid ad skreita skipid hatt og lagt og folk farid ad sjast med jolasveinahufurnar. En fyrir utan tad er fatt sem minnir a hatidarnar.
Naesti tur er austur karabiskahafid, svo nuna eru tad aftur allar littlu saetu eyjarnar, gaman gaman...
Eg hringdi i mommu og pabba i dag. Allaf gott ad heyra i folkinu sinu, en annars hef eg litid verid i sambandi. Madur dettur einhvernveginn ut ur ollu sem er i gangi, nanast allt sem vid kemur tessum svokallada " raunverulega heimi" tvi lifid herna um bord er svo allt annad.
En jaeja hvad um tad,, eg er ad vinna i tvi ad taka mig a og vera duglegri ad skrifa auk tess aetla eg ad reyna ad finna ut ur tvi hvernig eg get sett myndir inn a tessa sidu..einhverjar uppastungur eda leidbeiningar eru vel teignar..
en jaeja verd ad rjuka

sunnudagur, desember 05, 2004

Aruba, Antigua, St Maartin, St, Lucia og margt fleira

Va jaeja loksins loksins..
tad eru aldeilis stadirnir sem eg er buin ad fara a. Eyjarnar i Karabiska eru svo fallegar og yndislegar. Tad er svo margt buid ad gerast sidan eg skrifadi sidast. En allt gegnur vel herna og nog ad gera a hverjum degi. Reyndar renna teir saman i eitt og stundum veit madur ekkert hvar madur var eda hvert madur er ad fara. En i dag er sjodagur og a morgun verd eg a Aruba.
Vinnan gengur vel og lifid um bord. Eg er buin ad koma mer i nefnd svo tad baetis ofan a vinnuna. En tetta er svokallad crew welfare committee, en tad er einn fulltrui fra hverri deild og vid sjaum um ad skipuleggja allt sem kemur vid skemmtunum, uppakomum, ferdum, bingo, jolaballid og allt svoleidis. Tetta er bara gaman og madur laerir helling og kynnist mikid af folki. Um daginn forum vid nokkur saman og keyptum jolagjafir fyrir ahofnina, en vid fengum 5000 $ og hofdum 3 klukkutima til ad eyda teim i jolagjafir. Tetta var ekkert sma gaman,, eg labbadi inn i snyrtivoruverslun og keypti nakvaemlega tad sem mig langadi i,, tetta var eins og i biomynd.. ja eg aetla bara ad fa tetta og tetta og hitt og tetta,, ju og 2 af tessu og 4 af hinu.. eg keypti sem sagt imlvotn og snyrtivorur fyrir 1000 dollara. En svo er bara ad bida og sja hvort ad eg fai einhvern pakka. En oll nofn verda sett i pott og svo verdur dregid ut um 100 mans sem fa pakka. En vid keyptum lika fullt af alskonar odru doti. DVD spilara, Ur, veski, mp3 spilara og bara allt og ja eg verd ad segja ad tetta var alveg einstok tilfinning ad fa ad eyda peningum og versla eins og brjalaedingur.

Herna um bord skiptir miklu mali ad tekkja retta folkid og hafa akvednin sambod og allt byggist tetta upp a einhverskonar skiptidilum. Eg er i godum malum tannig svo ad tad kemur fyrir ad eg fae godann mat fra veitngastadnum,, sukkuladi og gott kaffi en i stadin fa hinir og tessir mynd her og tar.
Ja svo er eg buin ad fa nyjan herbergisfelaga, hun heitir Sandra og er fra Chile. En tad atti lika ad koma nyr strakur i photo teamid en hann hefur ekki sest enta, en hann hefur 3 daga til ad koma ser um bord, svo nuna erum vid einum faerri i lidinu okkar svo tad reyndar tidir ad tad er adeins meiri vinna fyrir okkur hin.
Tolvmalin herna um bord eru ekki i godum malum.. adeins orfaar tolvur eru i lagi og stundum tarf madur ad bida lengi eftir ad komast a netid

& 5b4 lt;!-- End main column -->