Jólin á sjónum
Þorláksmessa.
Hér er litið sem minnir á jólin og satt að segja þá er það bara hið besta mál, því þá kemur heimþráin og allur sá pakki.
En hérna erum við búin að halda jólaballið, en það var partý fyrir alla áhöfnina og sumir fengu pakka, en það eru svo margir áhafnarmeðlimir svo það voru dregin út nöfn 100 mans. Ég fékk engan pakka en við í photo liðinu kaupum hver og eitt einn pakka og á miðnætti á aðfangadag skiptumst við á svo jú það verður enginn útundan.
En já jólapartyið okkar var haldið í Colony club sem er reyndar í farþega svæði svo það var bara til klukkan 1 þar, en eftir það fór öll strollan niður í crew barinn og þar var tjúttað fram eftir morgni svaka fjör og gaman.
En já vá ég á kærasta núna,,, jibby en hann heitir Jose og er frá Costa Rica, voða sætur og góður strákur, sá sami og ég hef verið að fara á stefnumót með,,
‘I gær vorum við svo í Labadee sem er eyja sem Royal Carribean á, algjör paradís, ég er nú búin að segja ykkur frá þeim stað áður,, en eftir vinnu fórum við á sjósleða, brunuðum um allt og það var svo gaman.
En annars er allt við það sama,, ja jú nema sorry pero este que esta escribendo soy yo Jose el amigo de ginger y te cuanto que la estamos pasando muy bien aqui en el barco, a veces el trabajo es un poco cansado pero cuando la veo todo cambia el cansancio se va y entonces todo es lindo la quiero mucho y daria todo para seguir con ella, la QUIERO mucho aunque a veces ella es un poco loca pero = la quiero asi ella me ha contado mucho de ti espero que te encuentres bien de salud,esto lo que te estoy escribiendo es con el permiso de ella que me presto la compu por 2 minutos asi que ya se me vencio el tiempo nos vemos chao, te paso a ginger PURA VIDA
Þetta eru kveðjur frá Jose, já eins og ég sagði þá er hann voðalega yndilsegur og við eigum góðar stundir saman, en allt tekur enda, þar sem fólk kemur og fer,, tíminn hérna er svo allt öðruvísi en við þekkjum hann heima.. svo í raun má maður ekki verða yfir sig ástfangin eða byggja upp drauma eða framtíðarplön,, jú á liðandi stundu gleymir maður sér en einhverstaðar í undirmeðvitundinni blasir það við að sá dagur rennur upp að leyðir skiljast. Tárinn renna og lífið heldur áfram... lífið um borð.. já þetta er lífsreynsla sem má búa að og gera mann bara sterkari fyrri vikið.
Jú kanski jólin hafa þessi dramatísku áhrif á mig en þetta eru bæði góðar og slæmar tilfinningar, en þegar upp er staðið að þá hljótum við öll að vinna á einn hátt eða annan.
En hvað um það,, núna verð ég að slá á léttari stengi,, já Miami á morgun, brjálað að gera,, og sennilega verða flestir nýju farþegarnir okkar gyðingar. Ekki alveg beint mest spennandi fólkið því það eru einmitt þau sem eru í raun að hlaupa í burtu frá jólagleðinni í landi og vilja vita sem minst um hátíðarnar.. auk þess eru gyðingar ekki beint þekktir fyrir að spreða aurunum og láta alla vittleysuna eftir sér.. en það verða sennilega fullt af krökkum um borð sem er kærkomin tilbreyting frá þessum blessuðu gamalmönnum, en það er auðvitað mest megnis af gestunum okkar hérna um borð.
Jólin
Það er ekki margt sem minnir á jólin eða hátiðarnar hérna, skinandi sól og hitastigið er um 30 gráðurnar.
Aðfangadagur var þannig að við komum að landi í Miami snemma morguns, brjálað að gera. Gömlu farþegunum hent í land og nýjir komnir í staðinn. Matur og allur annar varningur fluttur um borð og svo á slaginu kl 17:00 startaði Michael skipstjórinn vélinni og við sigldum út á ballar haf og siðustu 2 daga höfum við bara verið á siglingu og í dag er ég stödd á Aruba.
Annars var aðfangadagur bara fínn eftir allt saman, ég hringdi heim og heyrði í fjoölskyldunni,, það var reyndar erfiðast af öllu, því þá kom heimþráin og allur sá pakki en eftir nokkur tár hert ég mig bara upp og fór í vinnuna bara svona eins og venjulega nema það að ég var með jólasveinahúfu á haustnum. En jú svo hitti ég félagana og það var skiptst á pökkum og svona dúllerý.
Jóladag var svo bara vaknað snemma og nóg að gera. Svokallað formal night á skipinu svo það eru þau kvöld þegar mest er að gera hjá okkur, en svo það besta var að ég fékk jólakort og jólapakka að heiman, já alla leiðina frá Islandinu góða. Mamma og pabbi sendu mér voðalega sætt sett, bol og nellur allt í stíl. Þúsundþakkir elsku mamma og pabbi. Og elsku Sandra og fjölskylda,, takk fyrir jolakortið. Það er allveg ótrúlegt hvað að er mikils virði að fá svona sendingu en ég sat sennilega í klukkutíma að lesa kortin aftur og aftur með tárin í augunum,,en það voru samt gleðitár.
Annars hef ég haft það ljómandi gott og í dag var ég bara á ströndinni, leika mér á sjósleða, sleikja sólina og hafði það bara huggulegt í dag,, en er svo bara búin að vera á netinu og það er búið að vera